Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7857 svör fundust

category-iconLandafræði

Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu?

Tyrkland er eitt fárra landa í heiminum sem tilheyra tveimur heimsálfum, Asíu og Evrópu. Landið er alls 783.356 km2 að stærð, 97% þess tilheyra Asíu en um 3% (23.764 km2) eru á Balkanskaga, í suðausturhluta Evrópu. Evrópuhluti Tyrklands kallast Austur-Þrakía. Þrakía var fyrr á tímum ríki sem náði yfir stóra...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Joan Nymand Larsen rannsakað?

Joan Nymand Larsen er vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og prófessor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún er hagfræðingur og sérhæfir sig í efnahagslegri og sjálfbærri þróun á norðurslóðum; nýtingu og stjórnun náttúruauðlinda; félagslegum og efnahagslegum áhrifum loftslagsbreytin...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Ævar Oddsson stundað?

Guðmundur Oddsson er dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi. Doktorsrannsókn Guðmundar skoðar breytingar á hugmyndum Íslendinga um stéttaskiptingu samfara örum þjóðfélagsbreytingum. Rannsóknin byggir á greiningu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta fiskar í hafinu orðið gamlir?

Alls eru nú þekktar yfir 20 þúsund tegundir fiska. Það er mjög misjafnt eftir tegundum hversu gamlir fiskar geta orðið, allt frá nokkrum mánuðum upp í áratugi. Sennilega er skammlífasti fiskurinn kóral-dverg-kýtlingurinn (Eviota sigillata). Þessi smái fiskur sem fullvaxinn er ekki meira en 3 cm að lengd verður va...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þá rekur saman þar sem annar flekinn sekkur undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti. Á kortinu hér fyrir ofan sést að Kyrrahafið er markað a...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði. Þéttsetnar burstafjölliður hafa aðalkeðju með ágræddar hliðarkeðjur. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnar Arnalds rannsakað?

Unnar Arnalds er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskólans. Hann stundar rannsóknir í eðlisfræði þéttefnis með áherslu á efniseðlisfræði og þróun nýrra efna og á eiginleikum spunakerfa. Hann hefur auk þess starfað að þróun tækjabúnaðar í eðlisfræði og efnisvísindum og smíðaði meðal annars fyrstu smugsjána sem se...

category-iconJarðvísindi

Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni eða lóni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni líkt og Breiðamerkurjökull? Myndi hann hopa hægar ef ekki hefði myndast lón fyrir framan? Jöklar á Íslandi bráðna fyrst og fremst vegna áhrifa sólgeislunar beint og óbeint. Kemur það aðallega fram við yfirborð jökulsins þar sem gætir ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?

Snædís H. Björnsdóttir er dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum. Örverur finnast nánast alls staðar á jörðinni, meðal annars í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi h...

category-iconLífvísindi: almennt

Er barrskógur það sama og greniskógur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ýmist er talað um barrskóg eða greniskóg. Hver er munurinn á þessu, hver er munurinn á barri og greni? Þessar vangaveltur komu fram í kennslustund hjá mér og gaman væri að fá svör frá ykkur. Munurinn á barrskógi og greniskógi er sá að í barrskógi geta verið ýmsar tegundir barrt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fjallið Laki, sem Lakagígar eru nefndir eftir?

Örnefni með nafnliðnum laki kemur fyrir á nokkrum stöðum á Íslandi. Lakahnúkar og Lakadalur eru til dæmis á Hellisheiði, Lakafjöll eru norðan við Víðidalsfjöll fyrir austan Jökulsá á Fjöllum og stakir Lakar eru á fleiri stöðum á landinu. Þekktastur allra Laka og jafnvel frægur að endemum er þó Laki á Síðumannaafré...

category-iconÞjóðfræði

Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu?

Öll spurningin hljóðaði svona: Komið þið sæl. Á mínum vinnustað er alls ekki eining um hvað sé skilgreint sem ull og hvað sé skilgreint sem lopi. Er öll ull lopi eða er allur lopi ull? Er til dæmis til merinó-lopi úr merinó-ull? Kv. Óli Már. Í stuttu máli er má segja að allur lopi sé ull en öll ull er ekki lo...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru skessusæti?

Skessusæti, Skessuhorn, Skessugarður og Skessuhellir eru örnefni á fyrirbærum í landslagi, stundum „stórkonulegum,“ sem oftast tengjast einhverjum þjóðsögum. En vísi „skessusæti“ almennt til einhvers landslagsforms, myndu það vera hvilftir (1. mynd) sem sannarlega gætu sómt vel sem sæti mjaðmamikillar tröllkonu. ...

category-iconLögfræði

Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi?

Frá árinu 1983 og fram til ársins 2006 var lagt blátt bann við framleiðslu og innflutningi svonefndra ofbeldiskvikmynda. Í lögum sem þá giltu var hugtakið ofbeldiskvikmynd skilgreint á þennan hátt: „kvikmynd þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru samlokur?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Hvað er fisktegundin samlokur og hvar get ég fengið myndir og upplýsingar um þær?Latneska fræðiheitið á samlokum er Bivalvia, á ensku heita þær bivalves eða mussels en á dönsku muslinger. Samlokur eru ekki fisktegund heldur hópur hryggleysingja innan fylkingar lindýra (Mollusca...

Fleiri niðurstöður