Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta fiskar í hafinu orðið gamlir?

Jón Már Halldórsson

Alls eru nú þekktar yfir 20 þúsund tegundir fiska. Það er mjög misjafnt eftir tegundum hversu gamlir fiskar geta orðið, allt frá nokkrum mánuðum upp í áratugi. Sennilega er skammlífasti fiskurinn kóral-dverg-kýtlingurinn (Eviota sigillata). Þessi smái fiskur sem fullvaxinn er ekki meira en 3 cm að lengd verður vart eldri en 60 daga. Þar af er hann á fisklirfuskeiði í þrjár vikur.

Kóral-dverg-kýtlingurinn (Eviota sigillata) er meðal skammlífustu fiska.

Stærri fiskar verða eldri. Til dæmis getur þorskur (Gadus morhua) orðið allt að 25 ára gamall. Karfar svo sem djúpkarfi (Sebastes mentella) geta orðið enn eldri eða allt að 75 ára samkvæmt aldursgreiningu, en þekkt er að djúpsjávarfiskar geta orðið mjög gamlir.

Algengur aldur smávaxinna hákarla er um 20-30 ár. Stærri hákarlar svo sem hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias) geta orðið mjög gamlir en vísindamenn vita ekki fyrir víst hversu háum aldri þeir geta náð.

Grænlandshákarl er líklega sá fiskur sem verður allra fiska elstur en talið er að hann geti orðið allt að 500 ára gamall.

Sennilega er methafinn í langlífi, ekki bara meðal fiska heldur allra hryggdýra, grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus) en hann lifir í köldum sjó í norður Atlantshafi, oft á miklu dýpi. Margt er enn á huldu um eiginleika og lifnaðarhætti tegundarinnar en aldur eins einstaklings sem veiddur var við Kanada var metinn 272 ár. Talið er að grænlandshákarlinn geti orðið töluvert eldri en það, jafnvel um eða yfir 500 ára gamall.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.4.2018

Síðast uppfært

3.5.2018

Spyrjandi

Dagur Fannar Jóhannesson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta fiskar í hafinu orðið gamlir?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75501.

Jón Már Halldórsson. (2018, 25. apríl). Hvað geta fiskar í hafinu orðið gamlir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75501

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta fiskar í hafinu orðið gamlir?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75501>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta fiskar í hafinu orðið gamlir?
Alls eru nú þekktar yfir 20 þúsund tegundir fiska. Það er mjög misjafnt eftir tegundum hversu gamlir fiskar geta orðið, allt frá nokkrum mánuðum upp í áratugi. Sennilega er skammlífasti fiskurinn kóral-dverg-kýtlingurinn (Eviota sigillata). Þessi smái fiskur sem fullvaxinn er ekki meira en 3 cm að lengd verður vart eldri en 60 daga. Þar af er hann á fisklirfuskeiði í þrjár vikur.

Kóral-dverg-kýtlingurinn (Eviota sigillata) er meðal skammlífustu fiska.

Stærri fiskar verða eldri. Til dæmis getur þorskur (Gadus morhua) orðið allt að 25 ára gamall. Karfar svo sem djúpkarfi (Sebastes mentella) geta orðið enn eldri eða allt að 75 ára samkvæmt aldursgreiningu, en þekkt er að djúpsjávarfiskar geta orðið mjög gamlir.

Algengur aldur smávaxinna hákarla er um 20-30 ár. Stærri hákarlar svo sem hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias) geta orðið mjög gamlir en vísindamenn vita ekki fyrir víst hversu háum aldri þeir geta náð.

Grænlandshákarl er líklega sá fiskur sem verður allra fiska elstur en talið er að hann geti orðið allt að 500 ára gamall.

Sennilega er methafinn í langlífi, ekki bara meðal fiska heldur allra hryggdýra, grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus) en hann lifir í köldum sjó í norður Atlantshafi, oft á miklu dýpi. Margt er enn á huldu um eiginleika og lifnaðarhætti tegundarinnar en aldur eins einstaklings sem veiddur var við Kanada var metinn 272 ár. Talið er að grænlandshákarlinn geti orðið töluvert eldri en það, jafnvel um eða yfir 500 ára gamall.

Heimildir og myndir:

...