Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði.

Þéttsetnar burstafjölliður hafa aðalkeðju með ágræddar hliðarkeðjur. Flestar línulegar fjölliður eiga það til að flækjast og fara í hnút líkt og mörg heyrnartól sem við geymum í vösunum okkar. Hliðarkeðjur burstafjölliða valda því hins vegar að það skapast mikil fyrirferð við aðalkeðjuna og til að minnka álag vegna þessarar fyrirferðar, teygir aðalkeðjan úr sér. Þetta auðveldar okkur að stjórna stærð burstafjölliða, þar sem að aðalkeðjan er útstrekkt á meðan línulegar fjölliður geta verið í misstórum hnút. Burstafjölliður flækjast mjög lítið miðað við línulegar fjölliður og raða sér því hraðar upp í reglulegar uppbyggingar en samsvarandi línulegar fjölliður.

Rannsóknir Benjamíns Ragnars eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði.

Rannsóknir Benjamíns hafa að miklu leyti snúist að því að skoða sjálfsuppröðun þessara fjölliða og hvernig hægt er að nýta eiginleika þeirra. Þegar burstafjölliðurnar eru nógu stórar og með mismunandi tegundir hliðarkeðja, geta þær myndað ljóseindakristalla sem endurkasta ákveðnum bylgjulengdum ljóss en hleypa öðrum bylgjulengdum í gegn. Þessir ljóseindakristallar mynda oft fallega liti (sjá mynd fyrir neðan), en ef þeir eru nógu stórir gætu þeir jafnvel endurkastað innrauðu ljósi, eða í raun, endurkastað hita.

Þegar burstafjölliðurnar eru nógu stórar og með mismunandi tegundir hliðarkeðja, geta þær myndað ljóseindakristalla sem endurkasta ákveðnum bylgjulengdum ljóss en hleypa öðrum bylgjulengdum í gegn.

Benjamín hefur einnig unnið að því að skoða tengsl milli efnabyggingar lyfja og lyfjavirkni þeirra gegn malaríu með það í huga að þróa betrumbætt malaríulyf. Núverandi rannsóknarefni Benjamíns snúa að því hvernig hægt væri að nota burstafjölliður til lyfjagjafar, hvernig smíða mætti nýstárlegar uppbyggingar fjölliða og hvernig gera megi lyfjavirk peptíð og prótín stöðugri við stofuhita og hærri hitastig. Síðastnefnda verkefnið myndi auka notagildi ákveðinna peptíð- eða prótínlyfja á þeim svæðum þar sem takmarkað aðgengi er að kæligeymslu.

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson lauk BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og doktorsprófi í efnafræði frá California Institute of Technology árið 2014. Þaðan fór hann í Pomona College þar sem að hann starfaði sem Robbins-nýdoktor í tvö ár og kenndi síðan við skólann einn vetur sem gestalektor. Benjamín hóf störf sem lektor við Háskóla Íslands sumarið 2017.

Myndir:
  • Úr safni BRS.

Útgáfudagur

23.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76681.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. nóvember). Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76681

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76681>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði.

Þéttsetnar burstafjölliður hafa aðalkeðju með ágræddar hliðarkeðjur. Flestar línulegar fjölliður eiga það til að flækjast og fara í hnút líkt og mörg heyrnartól sem við geymum í vösunum okkar. Hliðarkeðjur burstafjölliða valda því hins vegar að það skapast mikil fyrirferð við aðalkeðjuna og til að minnka álag vegna þessarar fyrirferðar, teygir aðalkeðjan úr sér. Þetta auðveldar okkur að stjórna stærð burstafjölliða, þar sem að aðalkeðjan er útstrekkt á meðan línulegar fjölliður geta verið í misstórum hnút. Burstafjölliður flækjast mjög lítið miðað við línulegar fjölliður og raða sér því hraðar upp í reglulegar uppbyggingar en samsvarandi línulegar fjölliður.

Rannsóknir Benjamíns Ragnars eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði.

Rannsóknir Benjamíns hafa að miklu leyti snúist að því að skoða sjálfsuppröðun þessara fjölliða og hvernig hægt er að nýta eiginleika þeirra. Þegar burstafjölliðurnar eru nógu stórar og með mismunandi tegundir hliðarkeðja, geta þær myndað ljóseindakristalla sem endurkasta ákveðnum bylgjulengdum ljóss en hleypa öðrum bylgjulengdum í gegn. Þessir ljóseindakristallar mynda oft fallega liti (sjá mynd fyrir neðan), en ef þeir eru nógu stórir gætu þeir jafnvel endurkastað innrauðu ljósi, eða í raun, endurkastað hita.

Þegar burstafjölliðurnar eru nógu stórar og með mismunandi tegundir hliðarkeðja, geta þær myndað ljóseindakristalla sem endurkasta ákveðnum bylgjulengdum ljóss en hleypa öðrum bylgjulengdum í gegn.

Benjamín hefur einnig unnið að því að skoða tengsl milli efnabyggingar lyfja og lyfjavirkni þeirra gegn malaríu með það í huga að þróa betrumbætt malaríulyf. Núverandi rannsóknarefni Benjamíns snúa að því hvernig hægt væri að nota burstafjölliður til lyfjagjafar, hvernig smíða mætti nýstárlegar uppbyggingar fjölliða og hvernig gera megi lyfjavirk peptíð og prótín stöðugri við stofuhita og hærri hitastig. Síðastnefnda verkefnið myndi auka notagildi ákveðinna peptíð- eða prótínlyfja á þeim svæðum þar sem takmarkað aðgengi er að kæligeymslu.

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson lauk BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og doktorsprófi í efnafræði frá California Institute of Technology árið 2014. Þaðan fór hann í Pomona College þar sem að hann starfaði sem Robbins-nýdoktor í tvö ár og kenndi síðan við skólann einn vetur sem gestalektor. Benjamín hóf störf sem lektor við Háskóla Íslands sumarið 2017.

Myndir:
  • Úr safni BRS.

...