Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 368 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvernig er uppbygging prótína?

Upphafleg spurning var: Hvað eru: Primær- sekundær- tertiær og kvartanær form þegar talað er um prótín? Prótín geta haft flókna þrívíða byggingu sem er einstök fyrir hvert prótín. Þessi uppbygging er prótínunum oftast nauðsynleg til þess að þau geti gegnt hlutverki sínu. Árið 1951 skilgreindi danski efnafræðingu...

category-iconHugvísindi

Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?

Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi. Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?

Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...

category-iconLandafræði

Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða?

Það hefur lengi tíðkast að gefa upp staðsetningu á yfirborði jarðar með því að nota bauganet sem eins konar ímyndað hnitakerfi lagt yfir jarðarkúluna. Í þessu kerfi myndar miðbaugur hring sem skiptir jörðinni í tvo jafn stóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. Samhliða miðbaug eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90...

category-iconSálfræði

Hver var Wilhelm Wundt og hvernig lagði hann grunninn að sálfræði sem vísindagrein?

Í sálfræði, ekki síður en öðrum greinum, hefur orðið vinsælt, í anda Tómasar Kuhn, að segja söguna með áherslu á byltingar. Sumir sjá þá byltingu við hvert fótmál, atferlisbyltingu á fyrri hluta 20. aldar og hugræna tölvubyltingu á síðari hluta aldarinnar. Sumir sjá jafnvel enn fleiri, en aðrir eru sparari á bylti...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist í kransæðakerfi líkamans við mikla áreynslu?

Orkuþörf líkamans er breytileg og gerir kröfur til hjartans um síbreytileg afköst. Kransæðakerfið þarf að geta brugðist hratt við aukinni orkukröfu hjartans með meira blóðflæði. Við það eitt að fara úr hvíldarstöðu í mikla áreynslu getur blóðflæðið 5-6 faldast í heilbrigðu kransæðakerfi. Lífeðlisfræði kransæða...

category-iconStærðfræði

Hver eru elstu handrit að Frumþáttum Evklíðs og hefur verkið varðveist í heild sinni í upprunalegri mynd?

Elstu handritin sem geyma rit Evklíðs, Frumþætti (Elementa, Σστοιχεῖα) á frummálinu, það er að segja á forngrísku, eru frá 9. og 10. öld. Það eru handritin Codex Bodleianus Doruillianus X (oft táknað með bókstafnum B) sem er frá 9. öld og síðan Codex Vaticanus Graecus ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna fær maður anorexíu og er hún hættuleg?

Hvað er lystarstol? Lystarstol einkennist af ýktum áhyggjum af offitu og áráttukenndri megrun sem verður að sjálfsvelti. Lystarstolssjúklingar eru haldnir stöðugum ótta um að verða feitir og reyna í sífellu að grenna sig, þrátt fyrir það að vera orðnir lífshættulega grannir. Þeir borða einungis hitaeiningasnauð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum?

Það kemur engum á óvart að bakaraofn sem kveikt er á hitar herbergið sem hann stendur í um leið og maturinn bakast. Hins vegar kann að virðast einkennilegt að ísskápur geti hitað upp eldhúsið, og það jafnvel þótt skápurinn standi opinn! Til að skilja ástæðuna fyrir þessu þarf að hugsa um varma sem orku og kuld...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er sjálfsofnæmi?

Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er líkleg þróun tónlistar?

Tónlist 20. aldar hefur einkennst af breytingum og fjölbreytni. Fjölmiðlar ásamt upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa haft veruleg áhrif á dreifingu tónlistar og aðgengi að henni á öldinni. Og seinni hluta aldarinnar hefur tölvan líka haft veruleg áhrif sem hljóðgjafi og tæki til tónsmíða. Líklegt er að tónli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?

Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...

category-iconLögfræði

Hvernig ber að fara með persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvernig ber að fara með og varðveita persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla? Má veita upplýsingar um börn (ólögráða einstaklinga) án vitneskju foreldra eða forráðamanna (t.d. milli skólastiga, til félagsmálayfirvalda, til ættingja eða utanaðkomandi sérfráðinga)...

category-iconLandafræði

Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?

Hér er einnig svar við spurningunum:Geturðu sagt mér eitthvað um bauganet jarðar og tímabeltin?Hver er ástæða þess að núll-lengdarbaugurinn er þar sem hann er en ekki á einhverjum öðrum stað?Bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu...

category-iconHeimspeki

Hvað er 'paradigm'?

Enska orðið paradigm er dregið af gríska orðinu paradeigma, sem merkir sönnun, dæmi, mynstur, líkan eða frummynd. Í málfræði er það notað um beygingarmynstur. Hjá Platoni er paradeigma meðal annars notað um einstakt dæmi einhvers almenns eiginleika, eða um fyrirmynd, mælikvarða eða mynstur, samanber frummyndakenni...

Fleiri niðurstöður