Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er líkleg þróun tónlistar?

Karólína Eiríksdóttir

Tónlist 20. aldar hefur einkennst af breytingum og fjölbreytni. Fjölmiðlar ásamt upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa haft veruleg áhrif á dreifingu tónlistar og aðgengi að henni á öldinni. Og seinni hluta aldarinnar hefur tölvan líka haft veruleg áhrif sem hljóðgjafi og tæki til tónsmíða. Líklegt er að tónlistin verði einsleitari í framtíðinni þar sem dreifing er orðin svo ör og víðtæk. Til dæmis gæti komið upp nýtt tungumál tónlistar sem næði mikilli útbreiðslu. En svo getur líka verið að eitthvað komi fram sem okkur órar ekki fyrir í dag og að tónlist framtíðarinnar byggist á lögmálum sem eru okkur óskiljanleg.


Það eru ekki ný sannindi að erfitt sé að spá um framtíðina. Besta leiðin til að reyna að gera sér grein fyrir líklegri þróun tónlistar er sennilega að skoða fortíðina. En hafa ber í huga að allar byltingar í listasögunni koma á óvart enda eru uppgötvanir óþekktar þangað til þær eru gerðar.

En lítum á nokkrar fullyrðingar um þróun tónlistar á 20. öldinni og fyrr á tímum og reynum að draga af þeim ályktun.

Tónlist 20. aldarinnar einkennist af miklum breytingum og fjölbreytileika. Í byrjun aldarinnar kollvörpuðust aldagömul vestræn gildi, kerfi og aðferðir. Ótal stefnur og aðferðir hafa komið fram í dagsljósið; sumar hafa verið skammlífar, en aðrar hafa leitt til einhvers og verið þróaðar áfram.

Augljóst er að fjölmiðlar og upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa mikil áhrif á útbreiðslu tónlistar. Nýútgefið lag heimsfrægra poppstjarna er komið út um alla jarðarkringluna nánast samdægurs, jafnaðgengilegt kínverskum og íslenskum aðdáendum og hugsanlegum stælendum. Óperur Wagners voru miklu lengur að breiðast út og voru ekki aðgengilegar öðrum en þeim fáu, sem áttu þess kost að komast á óperusýningar, og tónlistarmönnum sem gátu lesið nóturnar. Því var líklegast að tónskáld í fjarlægu landi héldi einkennum sínum áfram og yrði ekki fyrir áhrifum frá þessum verkum. Í ákveðnum löndum þróuðust mjög sterk einkenni. Frönsk tónlist frá 19. öld er til dæmis auðþekkjanleg frá þýskri og ítalskri tónlist frá sama tíma. Ég er ekki viss um að svo sé í dag.

Enn ein merkileg nýjung, sem komið hefur fram á 20. öldinni, er notkun tölva í tónlist. Tölvan er nýr hljóðgjafi, nýtt hljóðfæri og jafnframt tæki til að semja tónlist. Byrjað var að semja elektróníska tónlist um miðja öldina og í dag er notkun tölva í tónlist mjög algeng, bæði í popptónlist og nútímatónlist. Jafnvel er hægt að tala um ákveðinn samruna þessara geira tónlistarinnar.

Ýmsar kenningar eru á lofti um að úr þessum tilraunum öllum muni þróast einhver ein allsherjar tónlistarstefna með nýju hljómakerfi, sem muni eiga sér mjög víða skírskotun til fólks alls staðar.

Tækniþróun og aukin útbreiðsla styður einnig þessa kenningu, sem sagt að tónlist framtíðarinnar eigi eftir að verða einsleitari en verið hefur, að áhrif sérstakra menningarsvæði eigi eftir að dvína sem og að persónuleg einkenni ákveðinna höfunda verði ekki eins áberandi og áður. Rétt er að hafa í huga að markaðslögmálin hafa áhrif í sömu átt; ef einhver stíll er í tísku alls staðar í heiminum, þá er hagkvæmt fyrir þá sem vilja selja sem mest af tónlist sinni að tileinka sér einfaldlega þann stíl.

Þó að tölvan sem slík búi ekki til nýja hugsun í tónlist á hún samt sinn þátt í þessari þróun. Hún hjálpar til við útbreiðsluna og auðvelt er að tileinka sér og stæla ákveðna hluti með hjálp tölvutækninnar.

Það er sem sagt vel hugsanlegt að um miðja 21. öldina verði komið eitthvert nýtt allsherjar tungumál tónlistar. Það mun þá væntanlega byggjast bæði á því sem gert hefur verið í klassíska geiranum og poppgeiranum. Þetta tungumál mun að sjálfsögðu þróast og breytast, tískustraumar munu koma og hverfa aftur og margt ólíkt mun rúmast innan rammans.

Tilraunastarfsemi og skapandi hugsun mun fylgja mannkyninu eins og alltaf hefur verið. En hugsanlegt er að enn skarpari skil verði á milli þeirra sem hafa áhuga á nýjungum og tilraunum og hinum sem vilja fylgja fjöldanum og hafa sem minnst fyrir hlutunum.

Svo er alveg mögulegt að ekkert af þessu gerist. Árið 2010 komi fram ný bylting í tónlist. Eitthvað komi fram sem okkur órar ekki fyrir í dag og að tónlist framtíðarinnar byggist á lögmálum sem eru okkur óskiljanleg. Nýtt tímabil í þróun vestrænnar tónlistar muni renna upp. Algjörlega nýr hljómheimur muni taka völdin og að allt sem gert hefur verið undanfarin 400 ár muni falla í gleymsku og dá. 400 ár er ekki svo langur tími í sögu mannkynsins að þetta getur vel orðið. Ekkert er ódauðlegt, ekki einu sinni "gömlu meistararnir".

---

Tengdar síður:

Vefur heilaóperunnar

Tónlistarrannsóknarstöð Pompidou-safnsins

Höfundur

Útgáfudagur

16.6.2000

Spyrjandi

Hreinn Ágústsson

Efnisorð

Tilvísun

Karólína Eiríksdóttir. „Hver er líkleg þróun tónlistar?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=523.

Karólína Eiríksdóttir. (2000, 16. júní). Hver er líkleg þróun tónlistar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=523

Karólína Eiríksdóttir. „Hver er líkleg þróun tónlistar?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=523>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er líkleg þróun tónlistar?
Tónlist 20. aldar hefur einkennst af breytingum og fjölbreytni. Fjölmiðlar ásamt upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa haft veruleg áhrif á dreifingu tónlistar og aðgengi að henni á öldinni. Og seinni hluta aldarinnar hefur tölvan líka haft veruleg áhrif sem hljóðgjafi og tæki til tónsmíða. Líklegt er að tónlistin verði einsleitari í framtíðinni þar sem dreifing er orðin svo ör og víðtæk. Til dæmis gæti komið upp nýtt tungumál tónlistar sem næði mikilli útbreiðslu. En svo getur líka verið að eitthvað komi fram sem okkur órar ekki fyrir í dag og að tónlist framtíðarinnar byggist á lögmálum sem eru okkur óskiljanleg.


Það eru ekki ný sannindi að erfitt sé að spá um framtíðina. Besta leiðin til að reyna að gera sér grein fyrir líklegri þróun tónlistar er sennilega að skoða fortíðina. En hafa ber í huga að allar byltingar í listasögunni koma á óvart enda eru uppgötvanir óþekktar þangað til þær eru gerðar.

En lítum á nokkrar fullyrðingar um þróun tónlistar á 20. öldinni og fyrr á tímum og reynum að draga af þeim ályktun.

Tónlist 20. aldarinnar einkennist af miklum breytingum og fjölbreytileika. Í byrjun aldarinnar kollvörpuðust aldagömul vestræn gildi, kerfi og aðferðir. Ótal stefnur og aðferðir hafa komið fram í dagsljósið; sumar hafa verið skammlífar, en aðrar hafa leitt til einhvers og verið þróaðar áfram.

Augljóst er að fjölmiðlar og upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa mikil áhrif á útbreiðslu tónlistar. Nýútgefið lag heimsfrægra poppstjarna er komið út um alla jarðarkringluna nánast samdægurs, jafnaðgengilegt kínverskum og íslenskum aðdáendum og hugsanlegum stælendum. Óperur Wagners voru miklu lengur að breiðast út og voru ekki aðgengilegar öðrum en þeim fáu, sem áttu þess kost að komast á óperusýningar, og tónlistarmönnum sem gátu lesið nóturnar. Því var líklegast að tónskáld í fjarlægu landi héldi einkennum sínum áfram og yrði ekki fyrir áhrifum frá þessum verkum. Í ákveðnum löndum þróuðust mjög sterk einkenni. Frönsk tónlist frá 19. öld er til dæmis auðþekkjanleg frá þýskri og ítalskri tónlist frá sama tíma. Ég er ekki viss um að svo sé í dag.

Enn ein merkileg nýjung, sem komið hefur fram á 20. öldinni, er notkun tölva í tónlist. Tölvan er nýr hljóðgjafi, nýtt hljóðfæri og jafnframt tæki til að semja tónlist. Byrjað var að semja elektróníska tónlist um miðja öldina og í dag er notkun tölva í tónlist mjög algeng, bæði í popptónlist og nútímatónlist. Jafnvel er hægt að tala um ákveðinn samruna þessara geira tónlistarinnar.

Ýmsar kenningar eru á lofti um að úr þessum tilraunum öllum muni þróast einhver ein allsherjar tónlistarstefna með nýju hljómakerfi, sem muni eiga sér mjög víða skírskotun til fólks alls staðar.

Tækniþróun og aukin útbreiðsla styður einnig þessa kenningu, sem sagt að tónlist framtíðarinnar eigi eftir að verða einsleitari en verið hefur, að áhrif sérstakra menningarsvæði eigi eftir að dvína sem og að persónuleg einkenni ákveðinna höfunda verði ekki eins áberandi og áður. Rétt er að hafa í huga að markaðslögmálin hafa áhrif í sömu átt; ef einhver stíll er í tísku alls staðar í heiminum, þá er hagkvæmt fyrir þá sem vilja selja sem mest af tónlist sinni að tileinka sér einfaldlega þann stíl.

Þó að tölvan sem slík búi ekki til nýja hugsun í tónlist á hún samt sinn þátt í þessari þróun. Hún hjálpar til við útbreiðsluna og auðvelt er að tileinka sér og stæla ákveðna hluti með hjálp tölvutækninnar.

Það er sem sagt vel hugsanlegt að um miðja 21. öldina verði komið eitthvert nýtt allsherjar tungumál tónlistar. Það mun þá væntanlega byggjast bæði á því sem gert hefur verið í klassíska geiranum og poppgeiranum. Þetta tungumál mun að sjálfsögðu þróast og breytast, tískustraumar munu koma og hverfa aftur og margt ólíkt mun rúmast innan rammans.

Tilraunastarfsemi og skapandi hugsun mun fylgja mannkyninu eins og alltaf hefur verið. En hugsanlegt er að enn skarpari skil verði á milli þeirra sem hafa áhuga á nýjungum og tilraunum og hinum sem vilja fylgja fjöldanum og hafa sem minnst fyrir hlutunum.

Svo er alveg mögulegt að ekkert af þessu gerist. Árið 2010 komi fram ný bylting í tónlist. Eitthvað komi fram sem okkur órar ekki fyrir í dag og að tónlist framtíðarinnar byggist á lögmálum sem eru okkur óskiljanleg. Nýtt tímabil í þróun vestrænnar tónlistar muni renna upp. Algjörlega nýr hljómheimur muni taka völdin og að allt sem gert hefur verið undanfarin 400 ár muni falla í gleymsku og dá. 400 ár er ekki svo langur tími í sögu mannkynsins að þetta getur vel orðið. Ekkert er ódauðlegt, ekki einu sinni "gömlu meistararnir".

---

Tengdar síður:

Vefur heilaóperunnar

Tónlistarrannsóknarstöð Pompidou-safnsins...