Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er Herjólfsdalur eldgígur?
Í ritinu Náttúrvá á Íslandi [1], bls. 410-411, segir svo: Jarðfræði Heimaeyjar er allvel þekkt núorðið. Hannes Mattson og Ármann Höskuldsson[2] sýndu fram á það, út frá jarðlagaskipan og uppbyggingu eyjarinnar, að fyrir utan hraun og gjall frá 1973 hafi hún öll orðið til í eldgosum síðustu 5-20 þúsund árin, eða e...
Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, ein...
Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra?
Kvendýr tígrisdýra eru kölluð á íslensku tígrisynjur samanber kvendýr ljóna, ljónynjur. Þetta er þýðing á enska orðinu tigress. Aftur á móti eru karldýrin oftast kölluð fress eða tígrisfress. Í ensku eru oftast notað orðin male tiger, karltígrisdýr eða karltígrar, þannig að ekkert sérstakt orð hefur þar verið fun...
Af hverju er gangstéttin grá?
Gangstéttin er grá því að efnin sem eru notuð til að búa hana gefa af sér gráan lit. Til að búa til steypuna sem gangstéttir og gangstéttarhellur eru gerðar úr þarf þrjú aðalefni: sement, sand og vatn. Auk þess eru stundum notuð íblöndunarefni, svo sem flotefni, til að breyta eiginleikum steypunnar. Sement e...
Getið þið bent mér á heimildir um Tyrkjaránið og Tyrkja-Guddu?
Í Gegni sem er samskrá um safnakost íslenskra safna eru 69 færslur sem þar sem 'tyrkjaránið' kemur fyrir. Með því að smella á þennan tengil er hægt að skoða fyrstu tíu færslurnar og með því að smella á örina eða 'næstu' á síðunni er hægt að sjá næstu 10 færslur. Bækurnar og annað efni sem vísað er til fást ...
Getur jörðin verið svarthvít þó við sjáum hana í litum?
Þessi spurning leynir svolítið á sér. Sjónskyn mannanna er með því besta sem gerist í náttúrunni. Þegar við sjáum hlut í litum þá hefur hann í reynd þessa liti sem við sjáum; við getum til dæmis sannfært okkur um það með mælingum á litrófi endurkastaða ljóssins sem fæst þegar hvítt ljós skín á hlutinn. Og ef við g...
Gáta: Hvernig skal færa bollann út fyrir formið án þess að færa bollann?
Þeir tveir hlutir sem eru hvað algengastir á vinnustöðum landsins eru kaffibollar og pennar. Því er eftirfarandi þraut tilvalin til að brjóta upp vinnuna í amstri dagsins. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig uppstillingin er. Markmiðið er að koma bollanum út fyrir formið sem pennarnir mynda án þess að færa ...
Hvort segir maður: „Ég sakna þess að hafa þig hjá mér,“ eða „ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér“?
Hvora setninguna á að nota fer alfarið eftir hvaða merkingu á að gefa til kynna. Segjum sem svo að maður hafi farið til útlanda, þá gæti konan hans sagt: "Ég sakna þess að hafa þig hjá mér!" Í þessu samhengi væri hún að segja að hún saknaði þess að hafa manninn sinn ekki hjá sér, það er hann er í útlöndum og þess ...
Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?
Birki (Betula pubescens) er eina innlenda trjátegundin sem hefur myndað skóga á Íslandi á núverandi hlýskeiði, eða síðustu 10.000 árin. Það hefur verið áætlað að birkiskógar og kjarr hafi þakið meira en fjórðung landsins við landnám eða um 28.000 km2, áætlaða útbreiðslu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Áætluð ú...
Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?
Upprunalega var spurningin svona: Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. ...
Er hægt að hugsa til enda að eitthvað sé endalaust?
Við skulum ganga að því sem vísu að eitthvað geti verið endalaust. Sem dæmi má nefna náttúrulegu tölurnar, það er að segja rununa:1, 2, 3, ...Að vísu getum við ekki skrifað þessa runu niður, vegna þess að við getum ekki skrifað niður nema endanlega mörg tákn, en það breytir því ekki að runan er til. Annað dæmi um ...
Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin?
Undirrituðum er ekki kunnugt um skýrslu þar sem gerður er samanburður á mengun grunnvatns milli Norðurlanda. Hins vegar eru til gögn sem sýna samanburð á styrk næringarefna (áburðarefna) í stöðuvötnum. Í töflu 1 hér að neðan (Brit Lisa Skjelkvåle og fleiri (2001)) er gerður samanburður á styrk köfnunarefnis mið...
Hvernig eru veldi reiknuð í algebru?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu: Hvað er 1.000.000.000.000.000 í öðru veldi? Stundum er talað um reikniaðgerðina margföldun sem „endurtekna samlagningu“. Það er vegna þess að í sinni einföldustu mynd er margföldun notuð til að einfalda rithátt þegar sama talan er lögð við sjálfa sig aft...
Eru til dýr sem hafa innrauða sjón?
Svokölluð innrauð sjón (nætursjón) þekkist meðal nokkurra tegunda snáka af ættinni Crotalidae. Þetta eru meðal annars tegundir af ættkvíslunum Sistrutus og Crotalus sem í daglegu tali eru kallaðar skröltormar eða skellinöðrur og fyrirfinnast í Ameríku. Helstu einkenni þessara snáka eru samlæstar hornplötur á h...
Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum?
Stjörnuþoka er annað orð yfir vetrarbraut (e. galaxy) og hugtakið vísar til þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa loftegunda. Stjörnuþokurnar eru gífurlega stórar. Í einni stjörnuþoku er talið að séu um 100-400 milljarðar stjarna, stundum miklu fleiri. En í einum milljarði eru þúsund milljónir! Í dag telja menn ...