Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þessi spurning leynir svolítið á sér. Sjónskyn mannanna er með því besta sem gerist í náttúrunni. Þegar við sjáum hlut í litum þá hefur hann í reynd þessa liti sem við sjáum; við getum til dæmis sannfært okkur um það með mælingum á litrófi endurkastaða ljóssins sem fæst þegar hvítt ljós skín á hlutinn. Og ef við gætum spurt dýr sem hafa litasjón þá mundu þau líka taka undir með okkur um litina (það er að segja í verki).
Hitt er annað mál að við sjáum jörðina sem svarthvíta ef við horfum á hana í rökkri, rétt eins og við á um aðra hluti sem við skoðum við þær aðstæður. Sama gildir um dýr sem hafa ekki litasjón: Þau sjá jörðina sem svarthvíta.
Lesandinn getur svo gert það upp við sig sjálfur hvort jörðin „sé“ svarthvít í þessum tilvikum eða ekki. Meðal annars kann þá að vera fróðlegt að lesa fleiri svör hér á Vísindavefnum um litaskyn og heimspeki litanna, en þau má finna með því að smella á efnisorðið „litaskyn“ hér fyrir neðan.
Mynd:CP-2156 Life In The Universe
ÞV. „Getur jörðin verið svarthvít þó við sjáum hana í litum?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4964.
ÞV. (2005, 27. apríl). Getur jörðin verið svarthvít þó við sjáum hana í litum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4964
ÞV. „Getur jörðin verið svarthvít þó við sjáum hana í litum?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4964>.