Jarðfræði Heimaeyjar er allvel þekkt núorðið. Hannes Mattson og Ármann Höskuldsson[2] sýndu fram á það, út frá jarðlagaskipan og uppbyggingu eyjarinnar, að fyrir utan hraun og gjall frá 1973 hafi hún öll orðið til í eldgosum síðustu 5-20 þúsund árin, eða eftir að meginísaldarjökullinn fór að dragast saman. Elstar eru gosmyndanir í norðurfjöllum Heimaeyjar. Neðst í jarðlagastafla þeirra er Háin, hverfjallsgígur (gjóskugígur, e. tuff ring) með gjallgíg í miðju. Aðrar jarðmyndanir þar leggjast ofan á hverfjallsgjósku Hárinnar. Elsta gosbergið í suðurfjöllunum er frá Stórhöfða en hann hefur gosið þegar sjávarstaða var 5-10 metrum lægri en nú. Því er líklegt að þetta gos sé 7000-8000 ára gamalt.Síðan ofangreint var skrifað hefur Klifið verið aldursgreint með U/Th-aðferð í Clermont, Frakklandi[3], sem hugsanlega (í ljósi skekkjumarkanna) hækkar áætlaðan aldur Hárinnar. Aldursröð jarðmyndana Heimaeyjar er tekin saman í meðfylgjandi töflu. Tafla: Afstæður, metinn og mældur aldur jarðmyndana á Heimaey
Háin | 10.000-15.000 ára |
Blátindur | |
Klifið | 12.515+/- 3.900 ára |
Heimaklettur | ~9.500 ára |
Yztiklettur | |
Stórhöfði | 7.000-8.000 ára |
Sæfell | 6.220+/-160 ára[4] |
Helgafell | 5.900 +/-300 ára[5] |
Eldfell | 1973 |
- ^ Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Júlíus Sólnes (ritstjóri). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013.
- ^ Mattson, H. & Ármann Höskuldsson, 2003. Geology of the Heimaey volcanic centre, south Iceland: Early evolution of a central volcano in a propagating rift?” Journal of Volcanology and Geothermal Research 127: 55-71.
- ^ Chemleff, J., 2005. Les déséquilibres radioactifs 238U-230Th-226Ra : discussions sur les sources et processus responsables du volcanisme de la Cordillère des Andes et sur la déglaciation en Islande. Doktorsritgerð, Université Blaise Pascal, 221 pp.
- ^ Guðmundur Kjartansson, 1967. Nokkrar nýjar C14 aldursákvaðanir. Náttúrufræðingurinn 36(3): 126-141; Mattson, H., Ármann Höskuldsson & S. Hand, 2005. Crustal xenoliths in the 6200 BP Sæfell tuff-cone, south Iceland: evidence for a derep, diatreme-forming Surtseyjan eruption. Journal of Volcanology and Geophysical Research 145: 234-248.
- ^ Olgeir Sigmarsson, 1996. Short magma chamber residence at an Icelandic volcano referred from U-series disequilibria. Nature 382: 440-442.
- ^ Ármann Höskuldsson.
- Ármann Höskuldsson, birt með leyfi höfundar.
- Heimaey Panorama | Iceland | Thomas Quine | Flickr. (Sótt 7. 2. 2019).