Svokölluð innrauð sjón (nætursjón) þekkist meðal nokkurra tegunda snáka af ættinni Crotalidae. Þetta eru meðal annars tegundir af ættkvíslunum Sistrutus og Crotalus sem í daglegu tali eru kallaðar skröltormar eða skellinöðrur og fyrirfinnast í Ameríku. Helstu einkenni þessara snáka eru samlæstar hornplötur á halanum sem skrölta ef halinn er hristur. Meðalstærð fullorðinna skröltorma er á bilinu 90 til 120 cm. Þá er helst að finna á eyðimerkursvæðum og graslendi í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Á þessum snákum eru lítil líffæri fyrir neðan augun sem eru nokkurs konar holur þaktar að innan með milljónum hitanema. Hlutverk þessa skynfæris er að greina varmauppstreymi í umhverfi snáksins. Þannig getur hann greint fjarlægð til hlutarins, stærð hans og lögun. Þetta gefur snákum möguleika á að stunda veiðar að næturlagi, þegar sjónskynjunin getur ekki nýst til að greina bráð.
Svokölluð innrauð sjón (nætursjón) þekkist meðal nokkurra tegunda snáka af ættinni Crotalidae. Þetta eru meðal annars tegundir af ættkvíslunum Sistrutus og Crotalus sem í daglegu tali eru kallaðar skröltormar eða skellinöðrur og fyrirfinnast í Ameríku. Helstu einkenni þessara snáka eru samlæstar hornplötur á halanum sem skrölta ef halinn er hristur. Meðalstærð fullorðinna skröltorma er á bilinu 90 til 120 cm. Þá er helst að finna á eyðimerkursvæðum og graslendi í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Á þessum snákum eru lítil líffæri fyrir neðan augun sem eru nokkurs konar holur þaktar að innan með milljónum hitanema. Hlutverk þessa skynfæris er að greina varmauppstreymi í umhverfi snáksins. Þannig getur hann greint fjarlægð til hlutarins, stærð hans og lögun. Þetta gefur snákum möguleika á að stunda veiðar að næturlagi, þegar sjónskynjunin getur ekki nýst til að greina bráð.