Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, einfaldlega vegna þess að þar er afskaplega lítið um höf. Þess í stað styðjast stjörnufræðingar við meðalgeisla reikistjörnunnar til að ákvarða meðalupphækkun yfirborðsins. Öll kennileiti eru síðan mæld með tilliti til þessa stærðfræðilega yfiborðs. Við köllum þetta meðaljarðlag (e. mean geoid). Á myndinni hér fyrir neðan sést nýtt hæðarkort af Mars. Á kortinu rís hæsta fjall sólkerfisins, Ólympsfjall, um 25 km upp úr meðaljarðlaginu. Fjallið sést sem stór hvítur blettur, vestan við þrjá minni bletti sem einnig eru risavaxin eldfjöll.
Nánar má lesa um Ólympsfjall í svari sama höfundar við spurningunni: Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt? Frekara lesefni á Vísindavefnum: