Hæð meðalstórstraumsflóðs (fjöru) er meðaltal tveggja samliggjandi flóða (fjara) þegar fallhæðin (munur flóðs og fjöru) er mest (hér um bil hálfsmánaðarlega) í heilt ár, þegar meðalhámark tungls í stjörnubreidd er 23½°. Hæð meðalsmástraumsflóðs (fjöru) er meðaltal tveggja samliggjandi flóða (fjara) þegar fallhæðin er minnst við sömu skilyrði og hér að ofan.
Benda má á ágætis umfjöllun um hæð sjávarborðs á Wikipedia undir Sea level. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Af hverju er seinna flóðið stærra en það fyrra á sólarhringnum á sumrin, en öfugt á veturna? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hopewell Rocks. Sótt 29. 12. 2010.