Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 436 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rækja lifir hér við land og hvert er atferli hennar?

Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi. Teg...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er kynímynd?

Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?

Hunangsflugur eru af ætt býflugna en ólíkt býflugum gera þær sér ekki varanlegt bú. Lengi vel var aðeins ein tegund af ættinni hér á landi en nú eru þær þrjár. Gamla íslenska hunangsflugan heitir móhumla (Bombus jonellus). Hún er nokkuð algeng á láglendi um allt land en er mest í dreifbýli og finnst sjaldan í þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?

Eins og lesa má í svari mínu við spurningunni Er líklegt að í framtíðinni verði hægt að búa til greindar vélar? eru þegar til vélar sem læra. Fæstar þeirra skrifa þó sín eigin forrit, að minnsta kosti ekki í bókstaflegri merkingu. Í raun er mjög einfalt að búa til forrit sem skrifar eigin forrit. Sumir vefþjón...

category-iconTölvunarfræði

Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?

Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“. Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis ...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?

Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni?

Það er vitað að allt að 200 árum f.Kr. var farið að reyna að koma í veg fyrir bólusótt í Kína eða Indlandi með því að smita fólk af einhverri annarri sýkingu. Á Vesturlöndum er ekki vitað um tilraunir til að nota smit á þennan hátt fyrr en á 18. öld. Breski læknirinn Edward Jenner (1749 - 1823) var frumkvöðull á...

category-iconEfnafræði

Hvaða efnafræðilegi munur er á íslensku neftóbaki og sænsku munntóbaki?

Hrátóbakið sem notað er í íslenska neftóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð og hins vegar frá Danmörku. Swedish Match er aðalframleiðanda sænska munntóbaksins sem kallast snus. Snusið inniheldur blöndu af hrátóbaki (möluð tóbakslauf), vatni, salti, natrín karbónati (Na2CO3), bragðefnum og rakae...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun?

Öndun er efnaferli í frumum þar sem lífrænum sameindum eins og glúkósa er sundrað til að fá orku. Þetta þurfa allar lífverur að stunda á einn eða annan hátt til að fá orku til að vaxa og viðhalda sér, fjölga sér og hreyfa sig (þær sem það geta). Orkan er geymd í efnatengjum sameindanna sem efnaorka. Með því að sun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu eitraður er kúlufiskur og borða Japanar hann virkilega?

Kúlufiskar (e. pufferfish eða blowfish) eru tegundir af nokkrum ættkvíslum fiska, svo sem Takifugu, Lagocephalus, Sphoeroides og Diodon. Fiskar þessir eru einnig þekktir undir japanska heitinu fugu og sama orð er notað í japanskri matargerð um rétti þar sem þeir koma við sögu. Kúlufiskar innihalda lífshættuleg...

category-iconEfnafræði

Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér?

Í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.“ Íslenska neftóbakið svokallaða hefur verið framleitt á Íslandi af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) síðan 1941. Lengi vel fékkst ekki annað neftóbak hér á...

category-iconEfnafræði

Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?

Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar?

Stjörnur (sólstjörnur) eru sjálflýsandi gashnettir í geimnum sem framleiða orku með kjarnasamruna vetnis í helín á einhverju stigi æviskeiðs síns. Reikistjörnur eru hnettir sem snúast í kringum sólstjörnur. Reikistjörnur geta verið mjög bjartar ásýndum þrátt fyrir að þær geisli í raun ekki eigin ljósi heldur endur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur?

Árlega eru framleiddir um 180 milljarðar (180.000.000.000) lítra af bjór í heiminum og ef við gefum okkur að framleiðslan sé í takt við neyslu þá eru 493 milljónir (493.000.000) lítra drukknir daglega. Íslendingar drekka samtals um 65 þúsund lítra af bjór á sólarhring eða um 80 lítra á mann á ári. Við bruggun l...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei, ef átt er við það að ofnæmið læknist alveg og valdi engum óþægindum það sem eftir er ævinnar. Oft er þó tekið þannig til orða: „Hann fékk góða lækningu meina sinna“, án þess að átt sé við að hann hafi orðið albata. Í þessum skilningi má svara spurningunni játandi, ef ...

Fleiri niðurstöður