Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kynímynd?

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020)

Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýðing á enska hugtakinu gender en það orð vísar til félagslegrar stöðu og hlutverka sem tengd hafa verið líffræðilegu kyni. Yfirleitt er talað um kynjaímyndir í fleirtölu þar sem ímyndirnar sem birtast eru ekki ein heldur margar.

Kynjaímyndir, birtingarmyndir hugmynda um karlmennsku og kvenleika í samfélaginu, eru hvarvetna sýnilegar. Auglýsinga- og fjölmiðlaheimurinn, dagblöð og tímarit, útvarp og sjónvarp eru liðtækir miðlar við að skapa og viðhalda tilteknum kynjaímyndum. Það gera þessir miðlar með því að framleiða myndefni og texta, þar sem „eðlileg kynjahlutverk“ eru sett á svið, sýnd og staðfest. Í einhverjum tilfellum er hins vegar brugðið á leik með ríkandi kynjaímyndir og þeim á einhvern hátt ögrað og breytt.

Margar og oft misvísandi kynjaímyndir finnast þó í samfélaginu á hverjum tíma. Af ríkjandi kynjaímyndum dagsins í dag sem flestir kannast við má nefna ofurkonuna, það er dragtklædd, falleg og kynþokkafull kona sem hefur náð langt í atvinnu- og/eða viðskipalífinu, samhliða því að reka heimili og fjölskyldu, og lifa fullkomnu kynlífi. Önnur kvenímynd sem ákaft er haldið á lofti er ímynd kyntáknsins, hin tælandi kona, drósin. Loks heldur ímynd hinar allt elskandi og umhyggjusömu móður, alltaf velli sem klassísk kvenímynd. Af ríkjandi karlímyndum má nefna ímynd veiðimannsins, ofurtöffarans, jakkafataklædda karlsins sem er handhafi fjármuna og valds og loks er ný ímynd sem stöðugt verður vinsælli, en það er ímynd hins ábyrga föðurs og fjölskyldumanns. Til gamans getur fólk velt fyrir sér þeim kynjaímyndum sem dregnar eru upp í vinsælum sjónvarpsþáttum eins og Timburmönnum, Beðmál í borginni og Ally McBeal.

Kynjaímyndir gera hvorttveggja í senn, þær móta sýn okkar á samfélagið, og móta sýn samfélagins á okkur. Við sem þátttakendur í samfélaginu getum aldrei alfarið snúið baki við eða hafnað ríkjandi kynjaímyndum. Þær eru hluti af daglegu umhverfi og menningu okkar og þær eru allsstaðar sýnilegar. Langlestir eru annað hvort karlar eða konur og sem slík erum við sífellt vegin og metin út frá ríkjandi kynjaímyndum.

Kynjaímyndin er einnig stór hluti af sjálfsmyndinni, af því hvernig við skilgreinum okkur sjálf sem manneskjur. Við getum hins vegar og eigum að vera gagnrýnin á ríkjandi kynjaímyndir. Við þurfum sífellt að spyrja hvaða merking er tengd þeim kynjaímyndum sem haldið er á lofti. Birtast bæði kynin sem virkir gerendur í samfélaginu sem virðing er borin fyrir eða viðhalda ríkjandi kynjaímyndir gömlum og stöðluðum kynhlutverkum þar sem karlar birtast sem gerendur með völd, en konur sem valdalaus viðhengi, sem eiga að fegra og prýða umhverfið, halda kjafti, hlýða og vera góðar?



Lesið einnig svar sama höfundar við eftirfarandi spurningu



Myndir af Pierce Brosnan: People.com

Mynd úr Ally McBeal: Klub Mitosnikow Filmu

Mynd úr Beðmál í borginni: PeTA Online - People for the Ethical Treatment of Animals

Höfundur

Útgáfudagur

2.8.2002

Spyrjandi

Kristín Ketilsdóttir, f. 1986

Tilvísun

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). „Hvað er kynímynd?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2628.

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). (2002, 2. ágúst). Hvað er kynímynd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2628

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). „Hvað er kynímynd?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2628>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kynímynd?
Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýðing á enska hugtakinu gender en það orð vísar til félagslegrar stöðu og hlutverka sem tengd hafa verið líffræðilegu kyni. Yfirleitt er talað um kynjaímyndir í fleirtölu þar sem ímyndirnar sem birtast eru ekki ein heldur margar.

Kynjaímyndir, birtingarmyndir hugmynda um karlmennsku og kvenleika í samfélaginu, eru hvarvetna sýnilegar. Auglýsinga- og fjölmiðlaheimurinn, dagblöð og tímarit, útvarp og sjónvarp eru liðtækir miðlar við að skapa og viðhalda tilteknum kynjaímyndum. Það gera þessir miðlar með því að framleiða myndefni og texta, þar sem „eðlileg kynjahlutverk“ eru sett á svið, sýnd og staðfest. Í einhverjum tilfellum er hins vegar brugðið á leik með ríkandi kynjaímyndir og þeim á einhvern hátt ögrað og breytt.

Margar og oft misvísandi kynjaímyndir finnast þó í samfélaginu á hverjum tíma. Af ríkjandi kynjaímyndum dagsins í dag sem flestir kannast við má nefna ofurkonuna, það er dragtklædd, falleg og kynþokkafull kona sem hefur náð langt í atvinnu- og/eða viðskipalífinu, samhliða því að reka heimili og fjölskyldu, og lifa fullkomnu kynlífi. Önnur kvenímynd sem ákaft er haldið á lofti er ímynd kyntáknsins, hin tælandi kona, drósin. Loks heldur ímynd hinar allt elskandi og umhyggjusömu móður, alltaf velli sem klassísk kvenímynd. Af ríkjandi karlímyndum má nefna ímynd veiðimannsins, ofurtöffarans, jakkafataklædda karlsins sem er handhafi fjármuna og valds og loks er ný ímynd sem stöðugt verður vinsælli, en það er ímynd hins ábyrga föðurs og fjölskyldumanns. Til gamans getur fólk velt fyrir sér þeim kynjaímyndum sem dregnar eru upp í vinsælum sjónvarpsþáttum eins og Timburmönnum, Beðmál í borginni og Ally McBeal.

Kynjaímyndir gera hvorttveggja í senn, þær móta sýn okkar á samfélagið, og móta sýn samfélagins á okkur. Við sem þátttakendur í samfélaginu getum aldrei alfarið snúið baki við eða hafnað ríkjandi kynjaímyndum. Þær eru hluti af daglegu umhverfi og menningu okkar og þær eru allsstaðar sýnilegar. Langlestir eru annað hvort karlar eða konur og sem slík erum við sífellt vegin og metin út frá ríkjandi kynjaímyndum.

Kynjaímyndin er einnig stór hluti af sjálfsmyndinni, af því hvernig við skilgreinum okkur sjálf sem manneskjur. Við getum hins vegar og eigum að vera gagnrýnin á ríkjandi kynjaímyndir. Við þurfum sífellt að spyrja hvaða merking er tengd þeim kynjaímyndum sem haldið er á lofti. Birtast bæði kynin sem virkir gerendur í samfélaginu sem virðing er borin fyrir eða viðhalda ríkjandi kynjaímyndir gömlum og stöðluðum kynhlutverkum þar sem karlar birtast sem gerendur með völd, en konur sem valdalaus viðhengi, sem eiga að fegra og prýða umhverfið, halda kjafti, hlýða og vera góðar?



Lesið einnig svar sama höfundar við eftirfarandi spurningu



Myndir af Pierce Brosnan: People.com

Mynd úr Ally McBeal: Klub Mitosnikow Filmu

Mynd úr Beðmál í borginni: PeTA Online - People for the Ethical Treatment of Animals...