Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 944 svör fundust
Hvað eru mörg prósent lifandi vera sjávardýr?
Talið er að fjöldi dýrategunda sem lifa í sjónum sé aðeins á bilinu 145.000 - 180.000. Þetta er aðeins um 10-12% af heildarfjölda dýrategunda, en í dag eru þekktar um það bil 1,5 milljón tegundir dýra. Stærstur hluti sjávardýra tilheyrir fylkingu hryggleysingja (Protochordata). Þar eru lindýr (Mollusca) og krab...
Hvað er þetta rauða sem er á Rauðavatni í Reykjavík?
Í sumar (2008) hefur yfirborð Rauðavatns verið óvenju áberandi rauðleitt á litinn og vakið forvitni margra. Rauði liturinn stafar af vatnaplöntunni síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) sem vex upp af botni í miklum og þéttum breiðum og þekur vatnið að miklu leyti. Plantan blómstrar á yfirborði rauðleitum smáblóm...
Hvar var Köllunarklettur?
Köllunarklettur var við Viðeyjarsund í Reykjavík. Nafnið mun dregið af því að þaðan var kallað á ferju til Viðeyjar til flutnings yfir sundið. „Köllunarklettur var látinn víkja vegna framkvæmda við Sundahöfn“, segir í ritinu Landið þitt Ísland (3. bindi, 277). Hann er merktur á kortinu Örnefni í Reykjavík, sem...
Hvernig urðu mennirnir til?
Samkvæmt vísindum nútímans varð tegundin maður eða nútímamaður (Homo sapiens) til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Það er talið að þetta hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Skapaði Guð mennina eða urðu þeir t...
Hvað er úrkoma í grennd?
Veðurathugunarmönnum er gert að flokka veður á athugunartíma í 100 mismunandi „gerðir“ veðurs, hver gerð á sér tölu á bilinu frá 00 til 99. Frá 1949 til 1981 var algjör skylda að nefna einhverja tölu, en frá og með 1982 var leyft að sleppa henni ef hún féll á flokkana 00 til 03 - en þær greina aðeins á milli mismu...
Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði?
Ísland er 103.000 km2 en Svalbarði um 62.000 km2. Ísland er því stærra. Svalbarði er eyjaklasi í Norður-Íshafi, nokkuð miðja vegu milli nyrsta hluta Noregs og norðurpólsins. Svalbarði er nyrsta land í Evrópu. Eyjurnar lúta norskum yfirráðum en um þær er í gildi samningur sem meðal annars kveður á um að aðildarr...
Er sólin stærri en tunglið?
Sólin er mun stærri en tunglið en þrátt fyrir það virðast sól og tungl oft vera jafnstór. Til dæmis getur orðið sólmyrkvi þegar tunglið gengur á milli jarðar og sólar en til þess að almyrkvi á sól verði þarf tunglið að ganga alveg fyrir sólina. Þannig sýnist okkur sól og tungl vera um það bil jafnstór þegar við ho...
Hvað er mjög sterkur laser lengi á leiðinni til tunglsins?
Leysir er íslenskun á enska orðinu "LASER" sem er skammstöfun á "Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation". Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hvernig er leysiljósið unnið? er "LASER" í raun rangnefni. Leysirinn er nefnilega annað og meira en magnari því hann er líka sveifl...
Er hægt að endurlífga loðfílinn?
Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig...
Hver er segulskekkja á Íslandi í dag?
Misvísun (segulskekkja, e. magnetic declination) segir til um hornið (í láréttu plani) milli segulnorðurs (það er stefnunnar sem áttavitanál vísar á) og hánorðurs (það er stefnunnar til norðurpóls) á hverjum stað. Misvísunin er ekki aðeins breytileg eftir stað heldur einnig tíma. Misvísun er hornið milli seguln...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?
Carambolatréð (Averrhoa carambola) er upprunnið í Austur-Indónesíu (Sri Lanka og Mólúkkaeyjum). Þetta er þétt, sumargrænt tré sem nær um það bil 6-9 metra hæð og gefur af sér ávöxt sem einnig er nefndur Carambola. Tréð vex á heitum og rökum slóðum þar sem rigning er nokkuð jöfn allt árið. Stálpuð tré þola vægt fr...
Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?
Það eru engin óbrigðul ráð til þess að ráða kyni barns. Með inngripi læknavísindanna er mögulegt að auka töluvert líkur á að eignast barn af tilteknu kyni en mannfólkið er meira háð vilja náttúrunnar þegar getnaður á sér stað á hefðbundinn hátt. Þó hafa verið settar fram kenningar um að með því að tímasetja kynmök...
Af hverju er vindur?
Ef loftþrýstingur er breytilegur frá einum stað til annars verður vindur. Dæmi: Inni í uppblásinni blöðru er meiri loftþrýstingur en utan hennar. Ef stungið er gat á blöðruna streymir loftið út og úr verður vindur sem leitar frá meiri þrýstingi í átt að minni. Vindinn lægir þegar loftþrýstingur er orðinn sá sa...
Af hverju kemur stjörnuhrap?
Í sólkerfinu, það er á svæðinu kringum sólina okkar, eru ýmsir hlutir á ferð. Þar eru reikistjörnur eins og jörðin okkar og Júpíter, smástirni, tungl og halastjörnur. Auk þess eru þar enn smærri hlutir sem sjást þó vel með berum augum. Þetta eru grjót- eða málmhnullungar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir kallast ei...
Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?
Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15...