Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig urðu mennirnir til?

JGÞ

Samkvæmt vísindum nútímans varð tegundin maður eða nútímamaður (Homo sapiens) til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Það er talið að þetta hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum.

Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Skapaði Guð mennina eða urðu þeir til af öpum? er kjarninn í þróunarkenningunni útskýrður á þennan hátt:
Breytingar verða á einstökum lífverum, sumar gera lífveruna hæfari til að lifa og fjölga sér en aðrar gera hana vanhæfari. Þær lífverur sem eru hæfari eignast þá fleiri afkomendur sem erfa yfirleitt jákvæðu eiginleikana, en vanhæfar lífverur deyja út því þær verða útundan í samkeppni um fæðu og mökun. Á löngum tíma, milljónum ára, þróast lífheimurinn stórkostlega með þessum hætti og nú erum við stödd á skeiði þar sem til eru menn, það er að segja lífverur af tegundinni Homo sapiens, sem hreykja sér af því að geta rannsakað heiminn og sjálfar sig. Fjölmargar rannsóknir á steingervingum eldri lífvera og eiginleikum núlifandi lífvera virðast styðja kenninguna.

Á sama tíma og maðurinn varð til var neanderdalsmaðurinn einnig uppi. Hann bjó meðal annars á sama svæði og nútímamaðurinn. Neanderdalsmenn urðu útdauða án þess að skilja eftir sig afkomendur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

20.11.2008

Spyrjandi

Guðmundur Geir og Þorgils, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig urðu mennirnir til?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50344.

JGÞ. (2008, 20. nóvember). Hvernig urðu mennirnir til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50344

JGÞ. „Hvernig urðu mennirnir til?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50344>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu mennirnir til?
Samkvæmt vísindum nútímans varð tegundin maður eða nútímamaður (Homo sapiens) til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Það er talið að þetta hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum.

Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Skapaði Guð mennina eða urðu þeir til af öpum? er kjarninn í þróunarkenningunni útskýrður á þennan hátt:
Breytingar verða á einstökum lífverum, sumar gera lífveruna hæfari til að lifa og fjölga sér en aðrar gera hana vanhæfari. Þær lífverur sem eru hæfari eignast þá fleiri afkomendur sem erfa yfirleitt jákvæðu eiginleikana, en vanhæfar lífverur deyja út því þær verða útundan í samkeppni um fæðu og mökun. Á löngum tíma, milljónum ára, þróast lífheimurinn stórkostlega með þessum hætti og nú erum við stödd á skeiði þar sem til eru menn, það er að segja lífverur af tegundinni Homo sapiens, sem hreykja sér af því að geta rannsakað heiminn og sjálfar sig. Fjölmargar rannsóknir á steingervingum eldri lífvera og eiginleikum núlifandi lífvera virðast styðja kenninguna.

Á sama tíma og maðurinn varð til var neanderdalsmaðurinn einnig uppi. Hann bjó meðal annars á sama svæði og nútímamaðurinn. Neanderdalsmenn urðu útdauða án þess að skilja eftir sig afkomendur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....