Breytingar verða á einstökum lífverum, sumar gera lífveruna hæfari til að lifa og fjölga sér en aðrar gera hana vanhæfari. Þær lífverur sem eru hæfari eignast þá fleiri afkomendur sem erfa yfirleitt jákvæðu eiginleikana, en vanhæfar lífverur deyja út því þær verða útundan í samkeppni um fæðu og mökun. Á löngum tíma, milljónum ára, þróast lífheimurinn stórkostlega með þessum hætti og nú erum við stödd á skeiði þar sem til eru menn, það er að segja lífverur af tegundinni Homo sapiens, sem hreykja sér af því að geta rannsakað heiminn og sjálfar sig. Fjölmargar rannsóknir á steingervingum eldri lífvera og eiginleikum núlifandi lífvera virðast styðja kenninguna.Á sama tíma og maðurinn varð til var neanderdalsmaðurinn einnig uppi. Hann bjó meðal annars á sama svæði og nútímamaðurinn. Neanderdalsmenn urðu útdauða án þess að skilja eftir sig afkomendur. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig varð fyrsta mannvera í heiminum til? eftir Einar Árnason
- Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? eftir Einar Árnason
- Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? eftir Þorstein Vilhjálmsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.