
Kyn barns ræðst af því hvort sáðfruman sem nær að frjóvga eggið er með X- eða Y-kynlitning. Ef ætlunin er að eignast stúlkubarn er hægt að auka líkur á því með því að hafa samfarir um það bil fjórum sólarhringum fyrir egglos og helst ekki aftur fyrr en að viku liðinni. Ef ætlunin er að eignast sveinbarn aukast líkur á að það takist ef beðið er með samfarir þangað til egglos hefur orðið.
- Baby Gender Prediction Improved with Time of Intercourse and Ovulation? (Skoðað 26.3.2013).
- Girl or Boy? What decides your babys gender, chance, sexual positions, time of intercourse - Baby2see. (Skoðað 26.3.2013).
- Choosing Your Baby's Sex FAQ - Childbirth.org. (Skoðað 26.3.2013).
- Shettles Method - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 26.3.2013).
- Mynd: Taboo Topic of Male Infertility - Infertility - Zimbio. (Sótt 26.3.2013)
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Þegar maður stundar kynlíf er hægt að ráða hvort maður eignast strák eða stelpu? Sem sagt stunda kynlíf eftir blæðingu eða strax áður en blæðingin kemur?