Y-kynlitningurinn örvar ósérhæfða kynkirtlavefi fósturs til að þroskast í eistu. Ef Y-kynlitningur er ekki til staðar þroskast þessir vefir í eggjastokka, enda í kvenkyns umhverfi (móðurlíkamanum) með kvenkynhormón allt í kring. Komið hefur í ljós að það er einkum eitt gen á Y-kynlitningnum, SRY-genið, sem ræður því að eistu myndast. Þegar eistu hafa verið mynduð hefja þau framleiðslu á testósteróni og öðrum karlkynhormónum sem valda því að aðrir hlutar karlkynkerfisins, bæði innri og ytri, myndast. Af þessu er ljóst að kynákvörðun gerist á fjórum stigum: kynlitningastigi, kynkirtlastigi (eistu eða eggjastokka), kynhormónastigi (karl- eða kvenkynhormón) og líffærastigi (gerð kynfæra). Undir eðlilegum kringumstæðum leiðir eitt af öðru, það er kynlitningar ráða kynkirtlum sem mynda ýmist karl- eða kvenkynhormón sem leiða til þroskunar karl- eða kvenkynfæra. Ýmsar brenglanir geta komið fyrir á öllum þessum stigum sem gera kynákvörðunina flóknari en hér er lýst. Þar má nefna að ef stökkbreyting eða úrfelling verður í SRY-geninu verða til XY-einstaklingar sem hafa ytri einkenni konu þótt litningarnir segi að þeir séu karlar. Sömuleiðis eru til XX-karlar vegna þess að SRY-genið hefur færst yfir á X-litning við sáðfrumumyndun í föðurnum. Alls kyns lífvænlegar kynlitningabrenglanir eru til, svo sem XXX-konur, X0 konur, XXY-karlar og XYY-karlar, en í flestum tilfellum eru þessir einstaklingar ófrjóir. Á Vísindavefnum eru fleiri svör um skyld efni eftir sama höfund, til dæmis: Heimildir og mynd:
Hvað ræður kyni barns?
Y-kynlitningurinn örvar ósérhæfða kynkirtlavefi fósturs til að þroskast í eistu. Ef Y-kynlitningur er ekki til staðar þroskast þessir vefir í eggjastokka, enda í kvenkyns umhverfi (móðurlíkamanum) með kvenkynhormón allt í kring. Komið hefur í ljós að það er einkum eitt gen á Y-kynlitningnum, SRY-genið, sem ræður því að eistu myndast. Þegar eistu hafa verið mynduð hefja þau framleiðslu á testósteróni og öðrum karlkynhormónum sem valda því að aðrir hlutar karlkynkerfisins, bæði innri og ytri, myndast. Af þessu er ljóst að kynákvörðun gerist á fjórum stigum: kynlitningastigi, kynkirtlastigi (eistu eða eggjastokka), kynhormónastigi (karl- eða kvenkynhormón) og líffærastigi (gerð kynfæra). Undir eðlilegum kringumstæðum leiðir eitt af öðru, það er kynlitningar ráða kynkirtlum sem mynda ýmist karl- eða kvenkynhormón sem leiða til þroskunar karl- eða kvenkynfæra. Ýmsar brenglanir geta komið fyrir á öllum þessum stigum sem gera kynákvörðunina flóknari en hér er lýst. Þar má nefna að ef stökkbreyting eða úrfelling verður í SRY-geninu verða til XY-einstaklingar sem hafa ytri einkenni konu þótt litningarnir segi að þeir séu karlar. Sömuleiðis eru til XX-karlar vegna þess að SRY-genið hefur færst yfir á X-litning við sáðfrumumyndun í föðurnum. Alls kyns lífvænlegar kynlitningabrenglanir eru til, svo sem XXX-konur, X0 konur, XXY-karlar og XYY-karlar, en í flestum tilfellum eru þessir einstaklingar ófrjóir. Á Vísindavefnum eru fleiri svör um skyld efni eftir sama höfund, til dæmis: Heimildir og mynd:
Útgáfudagur
11.5.2007
Spyrjandi
Sigurður Einar Traustason
Tilvísun
Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað ræður kyni barns?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6635.
Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 11. maí). Hvað ræður kyni barns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6635
Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað ræður kyni barns?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6635>.