Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru einkenni fósturs með þrjá X-kynlitninga?

Þuríður Þorbjarnardóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Fóstur með þrjá X-kynlitninga (e. Triple X Syndrome) verða stúlkubörn. Talið er að um ein af hverjum 1.000 konum fæðist með auka kynlitning. Við fæðingu er ekkert sjáanlegt sem greinir þessi stúlkubörn frá öðrum og í raun eru þau einkenni sem fylgja því að vera með þrjá X-kynlitninga ekki vel skilgreind. Það er verulegur breytileiki meðal kvenna með þennan litningagalla, sumar eru með öllu eðlilegar og sýna engin einkenni en aðrar sýna einhver frávik frá meðaltali hvað varðar andlegan og líkamlegan þroska.

Á heimasíðu The Turner Center í Danmörku, sem er rannsókna- og ráðgjafarstofnun á sviði litningagalla, er að finna upplýsingar um hvers konar einkenni geta komið fram hjá stúlkum og konum með þrjá X-litninga. Í samanburði við önnur börn, fer oft minna fyrir stúlkum með auka kynlitning á meðan þær eru ungabörn og þær sýna minni ákveðni. Það er einnig algengara að stúlkur með þrjá X-litninga séu seinni í hreyfi- og málþroska en aðrar stúlkur. Stúlkur með þrjá X-litninga eru gjarnan stærri en jafnöldrur þeirra, sérstaklega fram undir átta ára aldur. Hvað greind varðar eru þessar stúlkur yfirleitt í meðallagi en í samanburði við aðrar stúlkur ná þó færri greind yfir meðallagi. Stúlkur með auka kynlitning eiga stundum í erfiðleikum með nám, sérstaklega á fyrstu skólaárunum.

Það er ekkert sem bendir til þess að þessi litningagalli hafi áhrif á kynhormón eða kynþroska. Þekking á því hvaða áhrif þrír X-kynlitningar hafa á frjósemi og barneignir er af skornum skammti en flest bendir til þess að þessar konur séu í engu ólíkar öðrum konum hvað þetta varðar. Börn mæðra með þrjá X-kynlitninga virðist ekki erfa gallann.

Víða á netinu má lesa sér til um litningagalla. Auk heimasíðu The Turner Center má benda á heimasíðurnar www.triplo-x.org og www.cafamily.org.uk þar sem nálgast má efni um Triple X Syndrome og komast í samband við aðra sem hafa áhuga á þessum litingagalla.

Skoðið einnig svar við spurningunni Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur og svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?

Heimildir:

Örnólfur Thorlacius (1991). Erfðafræði (2. útg.) Reykjavík, Iðunn.

The Turner Center

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.10.2002

Spyrjandi

Ragna Aðalbjörnsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver eru einkenni fósturs með þrjá X-kynlitninga?“ Vísindavefurinn, 1. október 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2747.

Þuríður Þorbjarnardóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 1. október). Hver eru einkenni fósturs með þrjá X-kynlitninga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2747

Þuríður Þorbjarnardóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver eru einkenni fósturs með þrjá X-kynlitninga?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2747>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni fósturs með þrjá X-kynlitninga?
Fóstur með þrjá X-kynlitninga (e. Triple X Syndrome) verða stúlkubörn. Talið er að um ein af hverjum 1.000 konum fæðist með auka kynlitning. Við fæðingu er ekkert sjáanlegt sem greinir þessi stúlkubörn frá öðrum og í raun eru þau einkenni sem fylgja því að vera með þrjá X-kynlitninga ekki vel skilgreind. Það er verulegur breytileiki meðal kvenna með þennan litningagalla, sumar eru með öllu eðlilegar og sýna engin einkenni en aðrar sýna einhver frávik frá meðaltali hvað varðar andlegan og líkamlegan þroska.

Á heimasíðu The Turner Center í Danmörku, sem er rannsókna- og ráðgjafarstofnun á sviði litningagalla, er að finna upplýsingar um hvers konar einkenni geta komið fram hjá stúlkum og konum með þrjá X-litninga. Í samanburði við önnur börn, fer oft minna fyrir stúlkum með auka kynlitning á meðan þær eru ungabörn og þær sýna minni ákveðni. Það er einnig algengara að stúlkur með þrjá X-litninga séu seinni í hreyfi- og málþroska en aðrar stúlkur. Stúlkur með þrjá X-litninga eru gjarnan stærri en jafnöldrur þeirra, sérstaklega fram undir átta ára aldur. Hvað greind varðar eru þessar stúlkur yfirleitt í meðallagi en í samanburði við aðrar stúlkur ná þó færri greind yfir meðallagi. Stúlkur með auka kynlitning eiga stundum í erfiðleikum með nám, sérstaklega á fyrstu skólaárunum.

Það er ekkert sem bendir til þess að þessi litningagalli hafi áhrif á kynhormón eða kynþroska. Þekking á því hvaða áhrif þrír X-kynlitningar hafa á frjósemi og barneignir er af skornum skammti en flest bendir til þess að þessar konur séu í engu ólíkar öðrum konum hvað þetta varðar. Börn mæðra með þrjá X-kynlitninga virðist ekki erfa gallann.

Víða á netinu má lesa sér til um litningagalla. Auk heimasíðu The Turner Center má benda á heimasíðurnar www.triplo-x.org og www.cafamily.org.uk þar sem nálgast má efni um Triple X Syndrome og komast í samband við aðra sem hafa áhuga á þessum litingagalla.

Skoðið einnig svar við spurningunni Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur og svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?

Heimildir:

Örnólfur Thorlacius (1991). Erfðafræði (2. útg.) Reykjavík, Iðunn.

The Turner Center ...