... enda er þvermál sólar um 400 sinnum meira en þvermál tunglsins og jafnframt er sólin 400 sinnum fjær en tunglið. Þessi tilviljun veldur því að tunglið „passar“ yfir sólina á meðan á almyrkva á sólu stendur.Sólin er 1,4122*1018 km3 eða með rúmmál upp á 1.300.000 jarðir. Tunglið er hins vegar 2,1958*1010 km3 eða einungis 2% af rúmmáli jarðarinnar en jörðin er 1,086*1012 km3 Vegna fjarlægðar, annars vegar tunglsins frá jörðinni og hins vegar sólarinnar frá jörðinni, virðist sól og tungl þannig vera jafnstór á himninum en sólin er að meðaltali 149,5 milljón km frá jörðinni en tunglið einungis um 384 þúsund km frá jörðinni. Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:
- Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvað er sólin stór? eftir Tryggva Þorgeirsson
- Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? eftir EDS
- en.wikipedia.org - Moon
- en.wikipedia.org - eclipse. Sótt 26.5.2011.
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum