Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 699 svör fundust
Hvað er framlegð?
Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð f...
Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?
Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteig...
Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?
Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...
Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands?
Í fjárlögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að tekjur svokallaðs A-hluta ríkissjóðs verði 271,6 milljarðar króna og útgjöld 260,1 milljarður. Langstærstur hluti umsvifa ríkisins telst til þessa A-hluta. Nokkur ríkisfyrirtæki með mjög sjálfstæðan rekstur teljast til B-hluta og er gert ráð fyrir að þau skili samta...
Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?
Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...
Er Reykjanes það sama og Suðurnes?
Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes: Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (so heitir eitt fell...
Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?
Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...
Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi? Getur verið að það þýði gott varp? Gottorp er bær í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Christiansson Gottrup (1648-1721) lögmanni á Þingeyrum 1694 eða 1695 þegar hann byggði upp eyðibýlið...
Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Óskundi er sérkennilegt en áhugavert orð og kann að hafa fleiri merkingar en grikkur og skaði. Gaman væri að vita hvaðan orðið kemur inn í málið og hvaða fleiri merkingar það getur haft. Eins væri skemmtilegt að fá upplýsingar um hvort til sé orðið skundi, í ljósi þess hve alge...
Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir? Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grei...
Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið? Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er...
Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum? Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsi...
Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?
Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...
Hvað er rampur í bílum?
Spurningum af þessum toga geta menn fengið svar við á stundinni á Veraldarvefnum í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Þar kemur fram að rampur er ekki hluti af bíl heldur þýðing á enska orðinu 'ramp' sem einnig má þýða sem skábraut. Það er líklega betri og gagnsærri þýðing, að minnsta kosti fyrir þá sem kannast ekki...
Hvaðan er orðatiltækið að vera í essinu sínu upprunnið? Hvaða ess er átt við?
Orðasambandið að vera í essinu sínu, 'vera mjög vel fyrir kallaður, vera upprifinn' er fengið að láni úr dönsku, at være i sit es. Sama orðasamband er einnig til í þýsku, in seinem Esse sein. Hvorugkynsorðið ess er þekkt í málinu allt frá því á 17. öld í merkingunni 'gott ástand'. Es í dönsku er talið eiga ræt...