Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?

Þorsteinn Hjaltason

Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteignaverði fylgja hinni almennu hagsveiflu með 12-18 mánaða seinkun.

Augljóslega er það fyrst og fremst sambandið á milli framboðs og eftirspurnar sem ræður verði á íbúðarhúsnæði. Vaxandi eftirspurn kallar að sjálfsögðu á hærra verð og minnkandi eftirspurn á lægra verð. Tregða virðist þó vera mikil gagnvart lækkunum á verði húsnæðis og iðulega dragast viðskipti á húsnæðismarkaði saman fremur en að seljendur lækki verð. Undanfarin 3 ár hefur ástandið á húsnæðismarkaði í Reykjavík verið þannig að eftirspurn hefur verið talsvert meiri en framboð. Í kjölfarið hefur verð á húsnæði hækkað töluvert á þessu tímabili, eftir lítil viðskipti og nánast óbreytt verð í nokkur ár þar á undan.

Framboð og eftirspurn ræður miklu um fasteignaverð.

Ótal þættir geta haft áhrif á framboð íbúðarhúsnæðis og spurn eftir því, sem og það verð sem seljendur vilja fá fyrir eignir sínar. Byggingarvísitalan mælir þær breytingar sem verða á framleiðsluverði en framleiðsluverð á nýju íbúðarhúsnæði, það er að segja verð á hráefni, vinnuafli, byggingarlandi og fjármagni, skiptir miklu máli í þessu sambandi. Á undanförnum árum hefur lóðaverð hækkað mikið í Reykjavík þar sem framboð á byggingalóðum hefur verið talsvert minna en eftirspurnin. Vextir hafa farið hækkandi auk þess sem afföll af húsbréfum hafa vaxið mikið en það hefur, mest vegna hinnar miklu eftirspurnar, stuðlað að enn hækkandi húsnæðisverði. Að sama skapi hafa laun starfsmanna í byggingariðnaði hækkað en verð á hráefni hefur hins vegar lækkað hlutfallslega um leið og fram hafa komið nýjar framleiðsluaðferðir/byggingaaðferðir, sem auka byggingarhraða.

Ótal önnur atriði geta haft og hafa áhrif á framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Hér er hægt að benda á eins ólík atriði og tískusveiflur, aðgang að samfélagsþjónustu, samgöngur, fjarlægð til skóla, framboð á atvinnu og reglur hins opinbera um greiðslumat. Til lengri tíma er síðan til dæmis hægt að skoða breytingar á fjölskyldumynstri því að fækkað hefur mjög í meðalfjölskyldunni á undanförnum 15 árum, sem kallar á eftirspurn eftir annars konar húsnæði en áður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

sérfræðingur hjá Landsbanka Íslands

Útgáfudagur

4.11.2000

Spyrjandi

Gunnar Níelsson

Tilvísun

Þorsteinn Hjaltason. „Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1086.

Þorsteinn Hjaltason. (2000, 4. nóvember). Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1086

Þorsteinn Hjaltason. „Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1086>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?
Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteignaverði fylgja hinni almennu hagsveiflu með 12-18 mánaða seinkun.

Augljóslega er það fyrst og fremst sambandið á milli framboðs og eftirspurnar sem ræður verði á íbúðarhúsnæði. Vaxandi eftirspurn kallar að sjálfsögðu á hærra verð og minnkandi eftirspurn á lægra verð. Tregða virðist þó vera mikil gagnvart lækkunum á verði húsnæðis og iðulega dragast viðskipti á húsnæðismarkaði saman fremur en að seljendur lækki verð. Undanfarin 3 ár hefur ástandið á húsnæðismarkaði í Reykjavík verið þannig að eftirspurn hefur verið talsvert meiri en framboð. Í kjölfarið hefur verð á húsnæði hækkað töluvert á þessu tímabili, eftir lítil viðskipti og nánast óbreytt verð í nokkur ár þar á undan.

Framboð og eftirspurn ræður miklu um fasteignaverð.

Ótal þættir geta haft áhrif á framboð íbúðarhúsnæðis og spurn eftir því, sem og það verð sem seljendur vilja fá fyrir eignir sínar. Byggingarvísitalan mælir þær breytingar sem verða á framleiðsluverði en framleiðsluverð á nýju íbúðarhúsnæði, það er að segja verð á hráefni, vinnuafli, byggingarlandi og fjármagni, skiptir miklu máli í þessu sambandi. Á undanförnum árum hefur lóðaverð hækkað mikið í Reykjavík þar sem framboð á byggingalóðum hefur verið talsvert minna en eftirspurnin. Vextir hafa farið hækkandi auk þess sem afföll af húsbréfum hafa vaxið mikið en það hefur, mest vegna hinnar miklu eftirspurnar, stuðlað að enn hækkandi húsnæðisverði. Að sama skapi hafa laun starfsmanna í byggingariðnaði hækkað en verð á hráefni hefur hins vegar lækkað hlutfallslega um leið og fram hafa komið nýjar framleiðsluaðferðir/byggingaaðferðir, sem auka byggingarhraða.

Ótal önnur atriði geta haft og hafa áhrif á framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Hér er hægt að benda á eins ólík atriði og tískusveiflur, aðgang að samfélagsþjónustu, samgöngur, fjarlægð til skóla, framboð á atvinnu og reglur hins opinbera um greiðslumat. Til lengri tíma er síðan til dæmis hægt að skoða breytingar á fjölskyldumynstri því að fækkað hefur mjög í meðalfjölskyldunni á undanförnum 15 árum, sem kallar á eftirspurn eftir annars konar húsnæði en áður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...