Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið?Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er þessi:
Noregur, †Nóregr k. sérnafn á vestara landinu á Skandinavíuskaga; < *Norðvegr, sbr. fe. norðweg, mlat. Northwegia, mhþ. Norwege, eiginl. ‘vegur í norðurátt, norðurleið’;Þarna gerir Ásgeir ráð fyrir upphaflegri mynd með -ð en * merkir að orðmyndin komi ekki fyrir en er sennileg ágiskun að mati höfundar.
Í orðsifjabók Jan de Vries er Noregr endurgerður (*Norðvegr) og skýringin er „eiginlega vegurinn sem liggur til norðurs meðfram ströndinni“. Einnig gæti það verið tengt orðinu nór ‘þröngur vegur, landtunga’.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- de Vries, Jan. 1962. Altisländisches etymologisches Wörterbuch. E.J.Brill, Leiden.
- Fritzner, Johan. 1891. Ordbog over det gamle norske Sprog. Annað bindi, Hl–P. Bls. 831–832.
- Flickr. Trollstigen - Rauma, Norway - Landscape photography. Eigandi myndarinnar er Giuseppe Milo. Birt undir CC BY 2.0-leyfi Creative Commons. (Sótt 14.2.2019).