Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið?

Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er þessi:

Noregur, †Nóregr k. sérnafn á vestara landinu á Skandinavíuskaga; < *Norðvegr, sbr. fe. norðweg, mlat. Northwegia, mhþ. Norwege, eiginl. ‘vegur í norðurátt, norðurleið’;

Þarna gerir Ásgeir ráð fyrir upphaflegri mynd með -ð en * merkir að orðmyndin komi ekki fyrir en er sennileg ágiskun að mati höfundar.

Í orðsifjabók Jan de Vries er Noregr endurgerður (*Norðvegr) og skýringin er „eiginlega vegurinn sem liggur til norðurs meðfram ströndinni“. Einnig gæti það verið tengt orðinu nór ‘þröngur vegur, landtunga’.

Í Ordbog over det gamle norske Sprog eftir Johan Fritzner (II:831–832) er norðmaðr sagt merkja í fyrsta lagi „person som har sit Hjem eller sin Herkomst fra norðrlönd“ (maður sem býr í eða á rætur að rekja til norðurlanda), í öðru lagi „modsat suðrmaðr“ (andheiti við suðurmaður). Undir norðland er skýringin „Land som ligger mod Nord, nordenfor“ (land sem er í norðri, fyrir norðan).

Í orðsifjabók Jan de Vries (1962:411–412) er Noregr einnig endurgerður (*Norðvegr) og skýringin er „eiginlega vegurinn sem liggur til norðurs meðfram ströndinni“ (þýtt af höfundi þessa svars) og styðst þar við að meginlandsmyndir bendi til orðanna norðr og vegr (sjá til dæmis skýringu Ásgeirs). Hann efast þó sjálfur um þessa skýringu af því að á danskri rúnaristu sé ekkert tannhljóð, það er -ð- en bendir á skýringu A. Noreens að tengja við orðið nór ‘þröngur vegur, landtunga’. Miðlatneska myndin og sú fornenska væru þá alþýðuskýringar. Skýring Noreens er að mínu mati nokkuð sennileg.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • de Vries, Jan. 1962. Altisländisches etymologisches Wörterbuch. E.J.Brill, Leiden.
  • Fritzner, Johan. 1891. Ordbog over det gamle norske Sprog. Annað bindi, Hl–P. Bls. 831–832.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.2.2019

Spyrjandi

Maria B. Johnson, Sigurbjörn Friðriksson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76978.

Guðrún Kvaran. (2019, 26. febrúar). Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76978

Guðrún Kvaran. „Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76978>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið?

Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er þessi:

Noregur, †Nóregr k. sérnafn á vestara landinu á Skandinavíuskaga; < *Norðvegr, sbr. fe. norðweg, mlat. Northwegia, mhþ. Norwege, eiginl. ‘vegur í norðurátt, norðurleið’;

Þarna gerir Ásgeir ráð fyrir upphaflegri mynd með -ð en * merkir að orðmyndin komi ekki fyrir en er sennileg ágiskun að mati höfundar.

Í orðsifjabók Jan de Vries er Noregr endurgerður (*Norðvegr) og skýringin er „eiginlega vegurinn sem liggur til norðurs meðfram ströndinni“. Einnig gæti það verið tengt orðinu nór ‘þröngur vegur, landtunga’.

Í Ordbog over det gamle norske Sprog eftir Johan Fritzner (II:831–832) er norðmaðr sagt merkja í fyrsta lagi „person som har sit Hjem eller sin Herkomst fra norðrlönd“ (maður sem býr í eða á rætur að rekja til norðurlanda), í öðru lagi „modsat suðrmaðr“ (andheiti við suðurmaður). Undir norðland er skýringin „Land som ligger mod Nord, nordenfor“ (land sem er í norðri, fyrir norðan).

Í orðsifjabók Jan de Vries (1962:411–412) er Noregr einnig endurgerður (*Norðvegr) og skýringin er „eiginlega vegurinn sem liggur til norðurs meðfram ströndinni“ (þýtt af höfundi þessa svars) og styðst þar við að meginlandsmyndir bendi til orðanna norðr og vegr (sjá til dæmis skýringu Ásgeirs). Hann efast þó sjálfur um þessa skýringu af því að á danskri rúnaristu sé ekkert tannhljóð, það er -ð- en bendir á skýringu A. Noreens að tengja við orðið nór ‘þröngur vegur, landtunga’. Miðlatneska myndin og sú fornenska væru þá alþýðuskýringar. Skýring Noreens er að mínu mati nokkuð sennileg.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • de Vries, Jan. 1962. Altisländisches etymologisches Wörterbuch. E.J.Brill, Leiden.
  • Fritzner, Johan. 1891. Ordbog over det gamle norske Sprog. Annað bindi, Hl–P. Bls. 831–832.

Mynd:

...