Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands?

Gylfi Magnússon

Í fjárlögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að tekjur svokallaðs A-hluta ríkissjóðs verði 271,6 milljarðar króna og útgjöld 260,1 milljarður. Langstærstur hluti umsvifa ríkisins telst til þessa A-hluta. Nokkur ríkisfyrirtæki með mjög sjálfstæðan rekstur teljast til B-hluta og er gert ráð fyrir að þau skili samtals 3,5 milljarða hagnaði árið 2003, munar þar langmest um rekstur ÁTVR. Auk þess teljast ýmsir sjóðir ríkisins til C-hluta og er gert ráð fyrir að þeir skili 3,8 milljörðum í hagnað á árinu. Í C-hluta munar mest um Íbúðalánasjóð.

Umsvif sveitarfélaga eru nokkuð minni en ríkisins. Ekki liggja fyrir sambærilegar tölur um þau fyrir árið 2003 en árið 2001 voru skatttekjur sveitarfélaga á Íslandi samtals 65,1 milljarður króna og rekstrargjöld samtals 53,8 milljarðar. Alls fóru 3,8 milljarðar í svokallaða fjármagnsliði, það er vaxtagjöld og verðbætur umfram tekjur hjá sveitarfélögum og 16,2 milljarðar fóru í fjárfestingar.

Af útgjöldum sveitarfélaga fer mest til fræðslumála eða 21,1 milljarður árið 2001. Af útgjöldum ríkissjóðs fer mest til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að útgjöld þess ráðuneytis verði 100,7 milljarðar árið 2003. Menntamálaráðuneytið fær 31,3 milljarða á fjárlögum, fjármálaráðuneytið 27,7 milljarða, samgöngumálaráðuneytið 17,6 milljarða, dómsmálaráðuneytið 14,4 milljarða og landbúnaðarráðuneytið 11,5 milljarða, en önnur ráðuneyti fá mun minna.

Af áætluðum tekjum A-hluta ríkissjóðs eru skatttekjur 237 milljarðar. Þar á virðisaukaskattur að skila mestu eða 79,7 milljörðum og tekjuskattur einstaklinga litlu minna eða 69,1 milljarði. Útsvar er langstærsti tekjustofn sveitarfélaga, það skilaði 50,6 milljörðum árið 2001.

Til samanburðar má hafa í huga að áætlað er að landsframleiðsla Íslands árið 2003 verði um 800 milljarðar króna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.3.2003

Spyrjandi

Sindri Traustason

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3263.

Gylfi Magnússon. (2003, 20. mars). Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3263

Gylfi Magnússon. „Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3263>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands?
Í fjárlögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að tekjur svokallaðs A-hluta ríkissjóðs verði 271,6 milljarðar króna og útgjöld 260,1 milljarður. Langstærstur hluti umsvifa ríkisins telst til þessa A-hluta. Nokkur ríkisfyrirtæki með mjög sjálfstæðan rekstur teljast til B-hluta og er gert ráð fyrir að þau skili samtals 3,5 milljarða hagnaði árið 2003, munar þar langmest um rekstur ÁTVR. Auk þess teljast ýmsir sjóðir ríkisins til C-hluta og er gert ráð fyrir að þeir skili 3,8 milljörðum í hagnað á árinu. Í C-hluta munar mest um Íbúðalánasjóð.

Umsvif sveitarfélaga eru nokkuð minni en ríkisins. Ekki liggja fyrir sambærilegar tölur um þau fyrir árið 2003 en árið 2001 voru skatttekjur sveitarfélaga á Íslandi samtals 65,1 milljarður króna og rekstrargjöld samtals 53,8 milljarðar. Alls fóru 3,8 milljarðar í svokallaða fjármagnsliði, það er vaxtagjöld og verðbætur umfram tekjur hjá sveitarfélögum og 16,2 milljarðar fóru í fjárfestingar.

Af útgjöldum sveitarfélaga fer mest til fræðslumála eða 21,1 milljarður árið 2001. Af útgjöldum ríkissjóðs fer mest til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að útgjöld þess ráðuneytis verði 100,7 milljarðar árið 2003. Menntamálaráðuneytið fær 31,3 milljarða á fjárlögum, fjármálaráðuneytið 27,7 milljarða, samgöngumálaráðuneytið 17,6 milljarða, dómsmálaráðuneytið 14,4 milljarða og landbúnaðarráðuneytið 11,5 milljarða, en önnur ráðuneyti fá mun minna.

Af áætluðum tekjum A-hluta ríkissjóðs eru skatttekjur 237 milljarðar. Þar á virðisaukaskattur að skila mestu eða 79,7 milljörðum og tekjuskattur einstaklinga litlu minna eða 69,1 milljarði. Útsvar er langstærsti tekjustofn sveitarfélaga, það skilaði 50,6 milljörðum árið 2001.

Til samanburðar má hafa í huga að áætlað er að landsframleiðsla Íslands árið 2003 verði um 800 milljarðar króna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...