Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvaðan kemur bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi? Getur verið að það þýði gott varp?

Gottorp er bær í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Christiansson Gottrup (1648-1721) lögmanni á Þingeyrum 1694 eða 1695 þegar hann byggði upp eyðibýlið Þórdísarstaði (upphaflega afbýli af Ásbjarnarnesi) og nefndi eftir sér. Árni Magnússon og Páll Vídalín segja í jarðabókinni 1705 svo frá:
Orsök til þess að lögmaðurinn ljet hjer byggja, ætla menn sú hafi sjerligust verið, að þá var auðsýnilegt að jörðin sjálf, Asbjarnarnes, eyðileggjast mundi. Þegar lögmaður ljet gjöra býli þetta, var gleymt hinu forna nafni, og nýbýlið á fornu tóftunum kallað Gottorph eður Gottrup eftir nafni lögmannsins. (VIII, 216).

Gottorp í Húnaþingi vestra.

Í Sjávarborgarannál (skr. 1727-1729) segir svo frá við árið 1692:
Þá féll sandur yfir allan bæinn Ásbjarnarnes í Vestarahópi (er Víga-Barði bjó á forðum) og aftók hann hreint, ásamt tún allt. Kom þetta sandfallsrok og drif úr Þingeyrasandi í sterku norðanveðri. Var þar eftir bærinn (sem nú er nefndur) Gottrup settur á einn útarm eður tanga áðurtéðrar jarðar, og er nú 10 hndr. leiga. (Annálar 1400-1800, IV, 314-315).

Ættarnafnið Gottrup er frá Suður-Slésvík, kennt við Gottorp Slot. Fyrri liður nafnsins er talinn vera mannsnafnið Goti en seinni liðurinn samsvarar orðinu þorp. Hertogaættin sem kennd var við Gottorp var komin af Friðriki I Danakonungi. Suðurjóskir hertogar sátu í Gottorp frá 1268-1713 en síðan voru þar herbúðir frá 1850-1945. Frá 1947 er þar minja- og skjalasafn fyrir Suður-Slésvík (Fakta, bls. 439).

Bærinn í Húnaþingi er því ekki kenndur við gott varp.

Gottorp-höll í Slésvík.

Heimildir og mynd:

  • Annálar 1400-1800. IV. Reykjavík 1940-1948.
  • Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók. Áttunda bindi. Kaupmannahöfn 1926.
  • Fakta. Gyldendals etbindsleksikon. København 1988.
  • Laur, Wolfgang, Torp-navne i Sydslesvig og sprogskiftet. NORNA-rapporter 76, Nordiske torp-navne, Uppsala 2003, bls.167-169.
  • Svavar Sigmundsson, Þorp på Island, NORNA-rapporter 76, Nordiske torp-navne, Uppsala 2003, bls. 227.
  • Mynd af Gottorp í Húnaþingi Vestra: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 7. 4. 2014)
  • Mynd af Gottorp höll: Schloss gottorf suedseite.jpg - Wikipedia, den frie encyklopædi. (Sótt 7. 4. 2014)

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

11.4.2014

Spyrjandi

Júlíus Guðni Antonsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2014, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67160.

Svavar Sigmundsson. (2014, 11. apríl). Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67160

Svavar Sigmundsson. „Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2014. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67160>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaðan kemur bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi? Getur verið að það þýði gott varp?

Gottorp er bær í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Christiansson Gottrup (1648-1721) lögmanni á Þingeyrum 1694 eða 1695 þegar hann byggði upp eyðibýlið Þórdísarstaði (upphaflega afbýli af Ásbjarnarnesi) og nefndi eftir sér. Árni Magnússon og Páll Vídalín segja í jarðabókinni 1705 svo frá:
Orsök til þess að lögmaðurinn ljet hjer byggja, ætla menn sú hafi sjerligust verið, að þá var auðsýnilegt að jörðin sjálf, Asbjarnarnes, eyðileggjast mundi. Þegar lögmaður ljet gjöra býli þetta, var gleymt hinu forna nafni, og nýbýlið á fornu tóftunum kallað Gottorph eður Gottrup eftir nafni lögmannsins. (VIII, 216).

Gottorp í Húnaþingi vestra.

Í Sjávarborgarannál (skr. 1727-1729) segir svo frá við árið 1692:
Þá féll sandur yfir allan bæinn Ásbjarnarnes í Vestarahópi (er Víga-Barði bjó á forðum) og aftók hann hreint, ásamt tún allt. Kom þetta sandfallsrok og drif úr Þingeyrasandi í sterku norðanveðri. Var þar eftir bærinn (sem nú er nefndur) Gottrup settur á einn útarm eður tanga áðurtéðrar jarðar, og er nú 10 hndr. leiga. (Annálar 1400-1800, IV, 314-315).

Ættarnafnið Gottrup er frá Suður-Slésvík, kennt við Gottorp Slot. Fyrri liður nafnsins er talinn vera mannsnafnið Goti en seinni liðurinn samsvarar orðinu þorp. Hertogaættin sem kennd var við Gottorp var komin af Friðriki I Danakonungi. Suðurjóskir hertogar sátu í Gottorp frá 1268-1713 en síðan voru þar herbúðir frá 1850-1945. Frá 1947 er þar minja- og skjalasafn fyrir Suður-Slésvík (Fakta, bls. 439).

Bærinn í Húnaþingi er því ekki kenndur við gott varp.

Gottorp-höll í Slésvík.

Heimildir og mynd:

  • Annálar 1400-1800. IV. Reykjavík 1940-1948.
  • Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók. Áttunda bindi. Kaupmannahöfn 1926.
  • Fakta. Gyldendals etbindsleksikon. København 1988.
  • Laur, Wolfgang, Torp-navne i Sydslesvig og sprogskiftet. NORNA-rapporter 76, Nordiske torp-navne, Uppsala 2003, bls.167-169.
  • Svavar Sigmundsson, Þorp på Island, NORNA-rapporter 76, Nordiske torp-navne, Uppsala 2003, bls. 227.
  • Mynd af Gottorp í Húnaþingi Vestra: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 7. 4. 2014)
  • Mynd af Gottorp höll: Schloss gottorf suedseite.jpg - Wikipedia, den frie encyklopædi. (Sótt 7. 4. 2014)
...