Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 557 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fléttur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta úlfar?

Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Skíðishvalir eru meðal stærstu dýra jarðar. Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) er skíðishvalur og er hún stærsta dýrið sem vitað er til að hafi lifað á jörðinni. Vegna stærðarinnar eru skíðishvalir betur í stakk búnir til að takast á við köld búsvæði en því stærra sem yfirborð líkamans er, því lengur er líkami...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?

Sú skoðun hefur mestan hljómgrunn að synd sé gamalt tökuorð sem unnið hafi sér sess í norður-germönskum málum fyrir kristin áhrif. Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’. Orðið var einnig til í öðrum vestur-germönskum málum, í fornháþ...

category-iconHugvísindi

Hvernig tala menn í belg og biðu?

Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er...

category-iconFélagsvísindi

Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?

Já, það eru til þjóðsögur um ýsuna. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er til dæmis að finna sögu um samskipti fjandans og ýsunnar og ber ýsan enn merki þeirra: Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti ...

category-iconHugvísindi

Er orðatiltækið glatt á Hjalla, dregið af bænum Hjalla í Ölfusi?

Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er um afbrigðið þá var gleði á Hjalla. Það er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar sem hann safnaði til á síðari hluta 17. aldar en verkið var fyrst gefið út 1930. Frá síðari hluta 18. aldar eru elstu heimildir um að vera glatt á Hjalla og yngri eru heimildir um a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tekjur?

Orðið tekja, oftast notað í fleirtölu tekjur, þekkist í málinu að minnsta kosti frá því seint á 18. öld. Tekja er fletta í íslensk-latneskri orðabók séra Björns Halldórssonar. Björn lést 1794 án þess að tekist hefði að koma bókinni á prent. Hún kom þó út 1814 og hafði danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask ve...

category-iconLandafræði

Hverjar eru helstu eða stærstu eyðimerkur heims?

Hér fer á eftir tafla um fimm stærstu eyðimerkur heimsins samkvæmt upplýsingum af vefsíðunni Evergreen Project Adventures. Eyðimörk Staðsetning Stærð í ferkílómetrum Sahara Norður Afríka 9.065.000 Gobi Mongólía-Kína 1.295.000 Kalahari Sunnarlega í Afríku 582.000 Stóra Viktoría Ást...

category-iconHugvísindi

Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?

Í hringleikahúsum Rómaveldis fóru fram bardagar af þrennum toga. Í fyrsta lagi voru skylmingar. Skylmingaþrælar (gladíatorar) börðust, yfirleitt tveir og tveir, þar til annar særðist. Áhorfendur gáfu þá merki um hvort þeir vildu leyfa hinum særða að lifa eða hvort ætti að drepa hann. Úr kvikmyndinni Gladiator....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru stærstu rotturnar á Íslandi stórar?

Í grein sinni „Nagdýr á Íslandi“ í ritinu Villt íslensk spendýr, segir Karl Skírnisson líffræðingur að búklengd brúnrottunnar (Rattus norvegicus) sé 18-26 cm og halinn 15-22 cm langur. Þyngdin er á bilinu 140-400 g. Brúnrotta (Rattus norvegicus) Í erlendum rannsóknum kemur fram að afar sjaldgæft sé að rottur ver...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta rottur synt?

Brúnrottan (Rattus norvegicus) er mjög vel synd en svartrottan (Rattus rattus) er hins vegar ekki jafn sterk á sundi þó sést hafi til hennar taka sundtökin. Rottur sjást oft á sundi til dæmis í höfnum og vötnum. Stundum hafa þær sést synda yfir vötn og milli hafnargarða, sundleiðir sem hafa jafnvel verið nokku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hagamúsin löng?

Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?

Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmö...

Fleiri niðurstöður