Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er um afbrigðið þá var gleði á Hjalla. Það er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar sem hann safnaði til á síðari hluta 17. aldar en verkið var fyrst gefið út 1930. Frá síðari hluta 18. aldar eru elstu heimildir um að vera glatt á Hjalla og yngri eru heimildir um að vera kátt á Hjalla.
Í grein í Þjóðólfi 1887 segir að nafnkenndar gleðir hafi farið fram á bæjunum Hjalla, Hruna og Stóru-Sandvík sem eru allir í Árnessýslu. Myndin sýnir kirkjuna á Hjalla í Ölfusi.
Guðmundur Jónsson, sem safnaði orðatiltækjum snemma á 19. öld gefur afbrigðið nú er gleði á Hjalla (1830). Elsta heimildin gæti bent til þess að upprunalega myndin væri gleði í merkingunni ‛veislugleði, ölteiti, jólaskemmtun, samkoma’. Á það benti Halldór Halldórsson í riti sínu Íslenzkt orðtakasafn (1991:218). Þar er vitnað í grein sem birtist í blaðinu Þjóðólfi 1887 þar sem segir frá því að nafnkenndar gleðir hafi farið fram á bæjunum Hruna í Hreppum, Stóru-Sandvík í Flóa og Hjalla í Ölfusi. Allt bendir þannig til að svarið við spurningunni sé já.
Mynd:
Ég las einhverstaðar fyrir löngu síðan að orðatiltækið "glatt á hjalla" væri dregið af bænum Hjalla í Ölfusi, þar sem var fjölfarinn ferjustaður yfir Ölfusá og safnaðist þar oft mannfjöldi og þá var glatt. Ég finn núna engar heimildir fyrir þessu, til dæmis ekki í orðatiltækjabókum. Er þetta misminni hjá mér?
Guðrún Kvaran. „Er orðatiltækið glatt á Hjalla, dregið af bænum Hjalla í Ölfusi?“ Vísindavefurinn, 30. september 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56999.
Guðrún Kvaran. (2010, 30. september). Er orðatiltækið glatt á Hjalla, dregið af bænum Hjalla í Ölfusi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56999
Guðrún Kvaran. „Er orðatiltækið glatt á Hjalla, dregið af bænum Hjalla í Ölfusi?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56999>.