Fyrstu skylmingarnar af þessum toga sem þekktar eru fóru fram 264 fyrir Krist og börðust þá þrjú pör þræla. En sýningarnar urðu sífellt stærri og viðameiri og þegar Colosseum, hringleikahúsið í Róm, er vígt og opnað árið 80 eftir Krist fara þar fram skylmingar 300 skylmingapara á hundrað dögum. Árið 107 heldur Trajan fögnuð vegna hernaðarsigra þar sem ein 5000 pör skylmingaþræla berjast. Í öðru lagi börðust dýr hvert við annað og í þriðja lagi menn við dýr. Bardagar með dýrum kölluðust venationes. Oft fór dýraslátrun saman með skylmingum. Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum til að fóðra leikana. Á fjórðu og fimmtu öld eftir Krist, samfara útbreiðslu Kristni um Evrópu, líða þessar skemmtanir nokkurn veginn undir lok. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt? eftir HMH
- Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum? eftir Jón Má Halldórsson
- Britannica.com
- Wikipedia.com - Úr myndinni Gladiator. Sótt 24.6.2010.