Colosseum er sporöskjulaga og þekur 190x155 metra. Húsið tekur 50.000 manns í sæti. Það var fyrsta hringleikahúsið sem reist var án stuðnings landslags og jarðefnis því að fram að þessu höfðu hringleikahús verið grafin í jörð eða berg í brekkum. Í Rómaveldi voru hringleikahús af þessum toga notuð undir skemmtanir sem einkum fólust í bardögum milli dýra, dýra og manna eða manna eingöngu. Þar var barist til dauða við fögnuð viðstaddra. Á miðöldum varð byggingin fyrir miklum skemmdum af völdum eldinga, jarðskjálfta og skemmdarverka. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? eftir HMH
- Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum? eftir Jón Má Halldórsson
- GreatBuildings.com
- Britannica.com
- Wikipedia.com - Colosseum. Sótt 24.6.2010.