Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti á ýsunni. En ýsan tók viðbragð mikið og rann úr hendi á fjanda, og er þar nú rákin svört eftir sem neglurnar runnu. (Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II, 7)Þá er einnig til að ýsuroð sé notað í dulargervi, svo sem andlitsgrímur (sbr. Sigfús Sigfússon, Íslenzkar þjóðsögur og sagnir X, 105).
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt? eftir Jón Má Halldórsson
- Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn? eftir Önnu Þorbjörgu Ingólfsdóttur
- Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? eftir Rakel Pálsdóttur
- Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi? eftir Gísla Sigurðsson
- Jón Árnason (útg.) (1954–1961). Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, I–VI. (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útg.) Reykjavík: Þjóðsaga.
- Sigfús Sigfússon (safnaði og skráði) (1984–1993). Íslenskar þjóðsögur og sagnir I–XI. Reykjavík: Þjóðsaga.
- Omega Fish. Sótt 19.11.2010.
Eru til sagnir um tilkomu bletta og ráka á ýsu?