Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig tala menn í belg og biðu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala.

Sennilegt er talið að orðasambandið í belg og biðu hafi í fyrstu verið notað um bænir sjómanna sem þeir fóru með áður en lagt var af stað í róður eða siglingu.

Orðið biða er meðal annars notað um dufl og belgur er notað í sjómannamáli um lóðabelg. Halldór Halldórsson gat sér þess til í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968: 58–59) að orðtakið ætti rætur að rekja til sjómannamáls. Hann taldi eðlilegast að líta á belg og biðu sem samstæð orð sem fylgdust að og að það gerðu þau einungis meðal sjómanna. Honum virtist því sennilegast að orðtakið hefði í fyrstu verið notað um bænir sjómanna, sjóferðabænir, sem þeir fóru með áður en lagt var af stað í róður eða siglingu. Þessi skýring er mjög sennileg. Hin almenna notkun hefur síðan þróast út frá bænaþulunni.

Mynd:
  • Ljósmyndasafnið á Ísafirði. Birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.2.2009

Síðast uppfært

24.4.2024

Spyrjandi

Nína, f. 1998

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig tala menn í belg og biðu?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50562.

Guðrún Kvaran. (2009, 13. febrúar). Hvernig tala menn í belg og biðu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50562

Guðrún Kvaran. „Hvernig tala menn í belg og biðu?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50562>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig tala menn í belg og biðu?
Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala.

Sennilegt er talið að orðasambandið í belg og biðu hafi í fyrstu verið notað um bænir sjómanna sem þeir fóru með áður en lagt var af stað í róður eða siglingu.

Orðið biða er meðal annars notað um dufl og belgur er notað í sjómannamáli um lóðabelg. Halldór Halldórsson gat sér þess til í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968: 58–59) að orðtakið ætti rætur að rekja til sjómannamáls. Hann taldi eðlilegast að líta á belg og biðu sem samstæð orð sem fylgdust að og að það gerðu þau einungis meðal sjómanna. Honum virtist því sennilegast að orðtakið hefði í fyrstu verið notað um bænir sjómanna, sjóferðabænir, sem þeir fóru með áður en lagt var af stað í róður eða siglingu. Þessi skýring er mjög sennileg. Hin almenna notkun hefur síðan þróast út frá bænaþulunni.

Mynd:
  • Ljósmyndasafnið á Ísafirði. Birt með góðfúslegu leyfi.
...