Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 622 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?

Concorde-þota flýgur venjulega á rétt rúmlega tvöföldum hljóðhraða og í ríflega 18.200 metra hæð. Í þessari hæð er útihitastig yfirleitt kringum -60°C en sökum loftmótstöðu hitnar yfirborð þotunnar yfir 90°C (sjá mynd). Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirbo...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?

Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?

Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?

Listasafn Íslands hefur tekið upp á því að velja eitt verk úr sölum safnsins sem mynd hvers mánaðar. Mynd nóvembermánaðar er ekki málverk heldur skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Verkið heitir 'Female with ball'. Þetta hefur listamaðurinn sjálfur um verkið að segja:"Female with ball", sem ekki er h...

category-iconStærðfræði

Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?

Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?

Fjósakonurnar tilheyra stjörnumerkinu Óríon. Þær eru þrjár bjartar stjörnur sem mynda svo til beina línu við miðju merkisins og eru oft nefndar Belti Óríons á erlendum málum. Þessar stjörnur heita (talið frá vinstri til hægri) Alnitak, Alnilam og Mintaka og eru þær allar talsvert stærri, bjartari og heitari en sól...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru rafhlöður búnar til?

Rafhlöður eru hylki með rafskautum í raflausn. Með rafhlöðum er hægt að breyta efnaorku í raforku. Víða á Alnetinu og í bókum um vísindi er hægt að finna upplýsingar um það hvernig hægt er að búa til einfaldar rafhlöður, til dæmis úr sítrónu. Aðferðin er frekar einföld. Til þess að búa til rafhlöðuna þarf eina ...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það?

Mjóddin er örnefni á mótum Breiðholtsmýrar og Breiðholts, meðfram mýrinni og náði niður undir Blesugróf. Mýrin var mjög blaut en Mjóddin var þurrari og þar lá leiðin úr Reykjavík að Breiðholtsbænum. (Sjá má örnefnið á korti í bók Einars S. Arnalds Reykjavík. Sögustaður við Sund IV, 184 (kort nr. 22), en Guðlaugur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa elgir ekki á Íslandi?

Ástæðan fyrir því að elgir lifa ekki á Íslandi er sú að þeir hafa ekki verið fluttir til landsins. Eina spendýrið sem var á Íslandi þegar landnámsmenn komu hingað fyrir rúmum 1.000 árum var refurinn. Önnur landspendýr hafa borist hingað með mönnum og á það jafnt við um húsdýr og dýr sem lifa villt í náttúrunn...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?

Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...

category-iconHugvísindi

Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum?

Gleggsta lýsing á útilegumannabyggð í íslenskum fornsögum er í Grettis sögu Ásmundarsonar, þar sem segir að eitt haust fór Grettir í Geitland í Borgarfirði, gekk upp á Geitlandsjökulog stefndi á landsuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. ... Grettir fór þar til er hann fann dal í jöklinum, langa...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?

Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?

Á síðustu 1100 árum er talið að um 20 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp úr Grímsvatnakerfinu, og einungis Kötlukerfið hafi verið mikilvirkara í framleiðslu kviku.[1] Þar sem flest gosin hafa orðið í Vatnajökli og gosmyndanir því huldar jökli, er óvissa á þessu mati vissulega mikil. Sé horft til fjölda gosa, sl...

category-iconHugvísindi

Hvað hét hestur Alexanders mikla?

Stríðsfákur Alexanders mikla Makedóníukonungs (356-323 fyrir Krist) hét Búkífalos, en það merkir uxahaus. Búkífalos dó af sárum sem hann hlaut í síðustu stórorrustu Alexanders við ána Hydaspes sem nú nefnist Jhelum og er í Pakistan. Til að minnast hans reisti Alexander borgina Búkefala sem stóð að öllum líkindum þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama?

Mér hefur ekki tekist að finna svar við þessari spurningu, en í mannslíkama eru um það bil 200 mismunandi tegundir frumna. Í einu grammi af vef eru allnokkrir tugir milljóna af frumum, en auðvitað er það mismunandi eftir því um hvaða vef er að ræða. Í sumum vefjum og líffærum standa frumurnar mjög þétt saman, til ...

Fleiri niðurstöður