Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?

Rögnvaldur G. Möller

Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst.

Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæsta talan er á, til dæmis að við höldum eftir ásunum ef við fengum 2 sexur og 3 ása. Líkurnar á að fá Yatsý eru þá 4,3%. Líkurnar á að fá 5 sexur ef alltaf er haldið eftir þeim sexum sem koma upp eru 1,3%.



Þó nokkur vinna er að reikna þetta út. Þegar líkurnar á að ná 5 sexum í þrem köstum eru reiknaðar þá þarf að skoða alla möguleika á að fá 5 sexur. Til dæmis gætum við strax fengið 5 sexur í fyrsta kasti (líkur 1/7776) eða við gætum fengið 2 sexur í fyrsta kasti, ein bæst við í öðru kasti og síðan tvær í viðbót í þriðja kastinu (líkur 93750/60466176). Reikna þarf út líkur á hverjum möguleika á að enda með 5 sexur (þeir eru 21 talsins) og síðan leggja þær allar saman.

Mynd:

Þetta svar byggir á athugunum hóps grunnskólanema á námskeiði sem haldið var í samvinnu Raunvísindadeildar Háskóla Íslands, samtakanna Heimilis og skóla, og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna. Í hópnum voru Baldur Blöndal, Elvar Helgason, Eyjólfur Guðmundsson, Hilmar Árnason, Sigyn Jónsdóttir og Trausti Sæmundsson.

Höfundur

Rögnvaldur G. Möller

prófessor í stærðfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.5.2001

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Rögnvaldur G. Möller. „Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1601.

Rögnvaldur G. Möller. (2001, 14. maí). Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1601

Rögnvaldur G. Möller. „Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1601>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?
Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst.

Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæsta talan er á, til dæmis að við höldum eftir ásunum ef við fengum 2 sexur og 3 ása. Líkurnar á að fá Yatsý eru þá 4,3%. Líkurnar á að fá 5 sexur ef alltaf er haldið eftir þeim sexum sem koma upp eru 1,3%.



Þó nokkur vinna er að reikna þetta út. Þegar líkurnar á að ná 5 sexum í þrem köstum eru reiknaðar þá þarf að skoða alla möguleika á að fá 5 sexur. Til dæmis gætum við strax fengið 5 sexur í fyrsta kasti (líkur 1/7776) eða við gætum fengið 2 sexur í fyrsta kasti, ein bæst við í öðru kasti og síðan tvær í viðbót í þriðja kastinu (líkur 93750/60466176). Reikna þarf út líkur á hverjum möguleika á að enda með 5 sexur (þeir eru 21 talsins) og síðan leggja þær allar saman.

Mynd:

Þetta svar byggir á athugunum hóps grunnskólanema á námskeiði sem haldið var í samvinnu Raunvísindadeildar Háskóla Íslands, samtakanna Heimilis og skóla, og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna. Í hópnum voru Baldur Blöndal, Elvar Helgason, Eyjólfur Guðmundsson, Hilmar Árnason, Sigyn Jónsdóttir og Trausti Sæmundsson....