Sjöstirnið tilheyrir Nautinu og er líklega ein þekktasta stjörnuþyrping himinsins enda sést það auðveldlega með berum augum. Sjöstirnið hefur líka stundum verið nefnt Systurnar sjö en fræðiheiti þess er M45. Sjöstirnið er ein bjartasta og nálægasta lausþyrpingin og inniheldur meira en 3000 stjörnur. Þyrpingin er í um 425 ljósára fjarlægð, aðeins 13 ljósár í þvermál og inniheldur nokkur hundruð stjörnur, en fáar þeirra eru sýnilegar með berum augum. Stjörnurnar í þyrpingunni eru aðeins um 100 milljón ára gamlar og því mjög ungar samanborið við þau 4500 milljón ár sem sólin okkar hefur verið til. Í bókinni Íslenskur stjörnuatlas eftir Snævarr Guðmundsson má fræðast meira um þessi fyrirbæri og stjörnumerkin sem þau eru í. Einnig má finna frekari upplýsinga um þessi fyrirbæri á Stjörnufræðivefnum. Mynd: Unnin upp úr stjörnufræðiforritinu Starry Night Enthusiast.
Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?
Sjöstirnið tilheyrir Nautinu og er líklega ein þekktasta stjörnuþyrping himinsins enda sést það auðveldlega með berum augum. Sjöstirnið hefur líka stundum verið nefnt Systurnar sjö en fræðiheiti þess er M45. Sjöstirnið er ein bjartasta og nálægasta lausþyrpingin og inniheldur meira en 3000 stjörnur. Þyrpingin er í um 425 ljósára fjarlægð, aðeins 13 ljósár í þvermál og inniheldur nokkur hundruð stjörnur, en fáar þeirra eru sýnilegar með berum augum. Stjörnurnar í þyrpingunni eru aðeins um 100 milljón ára gamlar og því mjög ungar samanborið við þau 4500 milljón ár sem sólin okkar hefur verið til. Í bókinni Íslenskur stjörnuatlas eftir Snævarr Guðmundsson má fræðast meira um þessi fyrirbæri og stjörnumerkin sem þau eru í. Einnig má finna frekari upplýsinga um þessi fyrirbæri á Stjörnufræðivefnum. Mynd: Unnin upp úr stjörnufræðiforritinu Starry Night Enthusiast.
Útgáfudagur
3.2.2005
Spyrjandi
Sigrún Björgvinsdóttir
Tilvísun
Sævar Helgi Bragason. „Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4741.
Sævar Helgi Bragason. (2005, 3. febrúar). Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4741
Sævar Helgi Bragason. „Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4741>.