Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?

Sævar Helgi Bragason

Fjósakonurnar tilheyra stjörnumerkinu Óríon. Þær eru þrjár bjartar stjörnur sem mynda svo til beina línu við miðju merkisins og eru oft nefndar Belti Óríons á erlendum málum. Þessar stjörnur heita (talið frá vinstri til hægri) Alnitak, Alnilam og Mintaka og eru þær allar talsvert stærri, bjartari og heitari en sólin okkar.

Úr belti Óríons hangir síðan sverð Óríons. Best er að finna sverðið með því að draga beina línu niður frá stjörnunni í miðju beltisins (Alnilam). Stjarnan í miðju sverðsins er afar áhugaverð því hún er ekki ein eiginleg stjarna heldur heil stjörnuverksmiðja. Þetta er stjörnuþoka, Sverðþoka Óríons, þar sem nýjar stjörnur verða til úr efnismassanum í kring. Í litlum stjörnusjónauka er hægt að sjá í grænleitri þokunni fjórar stjörnur sem mynda svokallaða trapisu. Sverðþokan er í um 1500 ljósára fjarlægð.



Sjöstirnið tilheyrir Nautinu og er líklega ein þekktasta stjörnuþyrping himinsins enda sést það auðveldlega með berum augum. Sjöstirnið hefur líka stundum verið nefnt Systurnar sjö en fræðiheiti þess er M45. Sjöstirnið er ein bjartasta og nálægasta lausþyrpingin og inniheldur meira en 3000 stjörnur. Þyrpingin er í um 425 ljósára fjarlægð, aðeins 13 ljósár í þvermál og inniheldur nokkur hundruð stjörnur, en fáar þeirra eru sýnilegar með berum augum. Stjörnurnar í þyrpingunni eru aðeins um 100 milljón ára gamlar og því mjög ungar samanborið við þau 4500 milljón ár sem sólin okkar hefur verið til.

Í bókinni Íslenskur stjörnuatlas eftir Snævarr Guðmundsson má fræðast meira um þessi fyrirbæri og stjörnumerkin sem þau eru í. Einnig má finna frekari upplýsinga um þessi fyrirbæri á Stjörnufræðivefnum.

Mynd: Unnin upp úr stjörnufræðiforritinu Starry Night Enthusiast.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

3.2.2005

Spyrjandi

Sigrún Björgvinsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4741.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 3. febrúar). Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4741

Sævar Helgi Bragason. „Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4741>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?
Fjósakonurnar tilheyra stjörnumerkinu Óríon. Þær eru þrjár bjartar stjörnur sem mynda svo til beina línu við miðju merkisins og eru oft nefndar Belti Óríons á erlendum málum. Þessar stjörnur heita (talið frá vinstri til hægri) Alnitak, Alnilam og Mintaka og eru þær allar talsvert stærri, bjartari og heitari en sólin okkar.

Úr belti Óríons hangir síðan sverð Óríons. Best er að finna sverðið með því að draga beina línu niður frá stjörnunni í miðju beltisins (Alnilam). Stjarnan í miðju sverðsins er afar áhugaverð því hún er ekki ein eiginleg stjarna heldur heil stjörnuverksmiðja. Þetta er stjörnuþoka, Sverðþoka Óríons, þar sem nýjar stjörnur verða til úr efnismassanum í kring. Í litlum stjörnusjónauka er hægt að sjá í grænleitri þokunni fjórar stjörnur sem mynda svokallaða trapisu. Sverðþokan er í um 1500 ljósára fjarlægð.



Sjöstirnið tilheyrir Nautinu og er líklega ein þekktasta stjörnuþyrping himinsins enda sést það auðveldlega með berum augum. Sjöstirnið hefur líka stundum verið nefnt Systurnar sjö en fræðiheiti þess er M45. Sjöstirnið er ein bjartasta og nálægasta lausþyrpingin og inniheldur meira en 3000 stjörnur. Þyrpingin er í um 425 ljósára fjarlægð, aðeins 13 ljósár í þvermál og inniheldur nokkur hundruð stjörnur, en fáar þeirra eru sýnilegar með berum augum. Stjörnurnar í þyrpingunni eru aðeins um 100 milljón ára gamlar og því mjög ungar samanborið við þau 4500 milljón ár sem sólin okkar hefur verið til.

Í bókinni Íslenskur stjörnuatlas eftir Snævarr Guðmundsson má fræðast meira um þessi fyrirbæri og stjörnumerkin sem þau eru í. Einnig má finna frekari upplýsinga um þessi fyrirbæri á Stjörnufræðivefnum.

Mynd: Unnin upp úr stjörnufræðiforritinu Starry Night Enthusiast....