Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirborðsins hitnar í 91-95°C. Farþegar verða áþreifanlega varir við þetta því að gluggar þotunnar verða mjög heitir viðkomu. Þessi yfirborðshitun hitar burðarvirki þotunnar í 90-100 °C sem veldur því að þotan lengist. Lenging þotunnar er um það bil 24 cm en ekki hálfur metri eins og spyrjandi heldur fram. Til gamans má nefna að sökum þessarar lengingar er teppið á gólfi farþegarýmisins í Concord-þotum í mörgum hlutum. Í einu fyrsta tilraunafluginu var teppið lagt í einni lengju og rifnaði einfaldlega í sundur við lenginguna. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
- Hvað er hitaþensla efna? eftir Viðar Guðmundsson
- Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað komast hraðfleygustu þotur hratt? eftir Kristján Eldjárn Hjörleifsson
- Hvað er hljóðmúr? eftir Einar Örn Þorvaldsson og Stefán Jónsson