Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hljóðmúr?

Einar Örn Þorvaldsson og Stefán Jónsson

Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann.

Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskírum degi. Hljóðið kemur auðheyrilega frá stað þar sem þotan var áður, en ekki þar sem hún er núna. Þetta stafar af því að hraði hljóðsins er miklu minni en hraði ljóssins, þess vegna berst það athugandanum seinna. Annað gott dæmi eru þrumur og eldingar, þar sem þruman kemur oftast 2-4 sekúndum á eftir eldingunni.


Myndin sýnir orrustuþotu rjúfa hljóðmúrinn.

Hljóðhraðinn í lofti er um 340 m/s. Þegar farartæki (eða aðrir hlutir) ná hraðanum 340 m/s eða 1220 km/klst er sagt að þau hafi rofið hljóðmúrinn. Við það heyrist mikill hávaði eða hvellur en svo fellur allt í dúnalogn því hljóðið frá vélunum nær ekki eyrum farþeganna, einfaldlega vegna þess að þeir ferðast hraðar en hljóðið. Málglaðir þurfa þó ekki að kvíða, hljóð berst enn á milli manna inni í vélinni, því að þar er það afstæður hraði sem máli skiptir.

Með öðrum orðum flytur flugvélin með sér loftið sem ber hljóð milli manna inni í vélinni og þetta loft ber hljóðið á milli manna. Miðað við þá fer það á 340 m/s og þeir heyra það á eðlilegan hátt. Miðað við jörð fer það hins vegar á mun meiri hraða, um það bil þeim sama og þotan. Þessu er öðruvísi farið með hljóðið frá hreyflunum. Það hreyfist á hraðanum 340 m/s miðað við jörð, en miðað við mennina verður það eiginlega eftir! Frá þeirra sjónarmiði (eða eyrnamiði) fer það í burtu á hraða sem er vel yfir 340 m/s og þess vegna heyra þeir það ekki!

Mynd
  • NASA. Sótt 1. 7. 2011.

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.6.2002

Spyrjandi

Rut Valgeirsdóttir, fædd 1988

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Stefán Jónsson. „Hvað er hljóðmúr?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2458.

Einar Örn Þorvaldsson og Stefán Jónsson. (2002, 4. júní). Hvað er hljóðmúr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2458

Einar Örn Þorvaldsson og Stefán Jónsson. „Hvað er hljóðmúr?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2458>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hljóðmúr?
Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann.

Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskírum degi. Hljóðið kemur auðheyrilega frá stað þar sem þotan var áður, en ekki þar sem hún er núna. Þetta stafar af því að hraði hljóðsins er miklu minni en hraði ljóssins, þess vegna berst það athugandanum seinna. Annað gott dæmi eru þrumur og eldingar, þar sem þruman kemur oftast 2-4 sekúndum á eftir eldingunni.


Myndin sýnir orrustuþotu rjúfa hljóðmúrinn.

Hljóðhraðinn í lofti er um 340 m/s. Þegar farartæki (eða aðrir hlutir) ná hraðanum 340 m/s eða 1220 km/klst er sagt að þau hafi rofið hljóðmúrinn. Við það heyrist mikill hávaði eða hvellur en svo fellur allt í dúnalogn því hljóðið frá vélunum nær ekki eyrum farþeganna, einfaldlega vegna þess að þeir ferðast hraðar en hljóðið. Málglaðir þurfa þó ekki að kvíða, hljóð berst enn á milli manna inni í vélinni, því að þar er það afstæður hraði sem máli skiptir.

Með öðrum orðum flytur flugvélin með sér loftið sem ber hljóð milli manna inni í vélinni og þetta loft ber hljóðið á milli manna. Miðað við þá fer það á 340 m/s og þeir heyra það á eðlilegan hátt. Miðað við jörð fer það hins vegar á mun meiri hraða, um það bil þeim sama og þotan. Þessu er öðruvísi farið með hljóðið frá hreyflunum. Það hreyfist á hraðanum 340 m/s miðað við jörð, en miðað við mennina verður það eiginlega eftir! Frá þeirra sjónarmiði (eða eyrnamiði) fer það í burtu á hraða sem er vel yfir 340 m/s og þess vegna heyra þeir það ekki!

Mynd
  • NASA. Sótt 1. 7. 2011.
...