Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1643 svör fundust
Hvernig er hægt að draga ferningsrót af línustriki með hringfara einum?
Allt frá tímum Forn-Grikkja hafa stærðfræðingar velt mikið fyrir sér þeirri list að framkvæma ýmiss konar útreikninga með því að nota einungis reglustiku og hringfara (sirkil). Frægt verkefni er að skipta horni í þrjú jafnstór horn með þessum tækjum. Nú á dögum er vitað að slíkt er ómögulegt. Hins vegar er auðveld...
Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?
Jú, það er rétt að naut séu litblind. Þau sjá heiminn þó ekki bara í svart-hvítu, heldur geta þau greint á milli einhverra lita. Til dæmis sjá þau mun á gulum og bláum. Naut sjá hins vegar engan mun á rauðum og grænum lit, eins og menn sem þjást af vissri tegund litblindu. Margir hafa heyrt að nautum sé illa vi...
Hvað getið þið sagt mér um Snæfellsjökul?
Hér er svarað spurningunni:Hvernig er eldvirknin á Snæfellsjökli?sem Sunna Rós bar upp og spurningu Þorgeirs:Hvað getur þú sagt mér um Snæfellsjökul og eldvirkni á Snæfellsnesi? Árið 1864 skaut Snæfellsjökli upp á stjörnuhimininn þegar hinn frægi vísindaskáldsagnahöfundur Jules Verne gaf út bók sína Ferð að mið...
Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi?
Enginn nema almættið veit hvenær gosinu í Geldingadölum lýkur. Ástæðan er meðal annars sú, að gosið er næsta einstætt — Reykjanesskagi er sérstæður hluti af rekbeltum landsins og um 780 ár eru frá því síðast gaus á Skaganum. Það gos batt enda á 500 ára hrinu nokkurra sprungugosa líkum gosinu í Geldingadölum, en ek...
Getið þið sagt mér eitthvað um síld?
Síld (Clupea harengus) hefur verið kölluð silfur hafsins vegna þeirra verðmæta sem hún skapaði íslensku þjóðinni á síðustu öld. Á þeim árum sem mest veiddist af síld var heildarsíldarafli íslenskra skipa oft yfir 600 þúsund tonn og mest 770 þúsund tonn árið 1966. Síldin var verkuð í þorpum og bæjum víða norðan- o...
Er jörðin fullkomlega hnöttótt?
Við þessari spurningu er til einfalt svar: Nei, það er hún ekki. Jörðin er mjög nálægt því að vera hnöttótt, en vegna snúnings hennar um möndul sinn og ónógs miðsóknarkrafts er hún eins og miðaldra karl með vömb; örlítið flatari við pólana og með bungu um miðbauginn. Þetta frávik frá kúlulögun veldur því að þve...
Hvað aftrar því að orka sólarinnar losni öll úr læðingi í einu?
Upphaflega kemur orka sólarinnar frá þyngdarstöðuorku þokunnar sem hún myndast úr (sjá svar sama höfundar og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til?). Þegar þokan fellur saman losnar þessi orka og kemur fram í aukinni hreyfingu gasagna og hærri hita. Sólin nær hins vegar ekki að falla strax ...
Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?
Þyngd 79 kg manns á tunglinu er um 128 njúton (N) sem er um það bil sú sama og þyngd 13 kg hlutar á jörðinni. Maður sem stendur á tunglinu er því léttari en þegar hann stendur á jörðinni. Þyngd 79 kg manns á jörðinni er 774 N eða um 6 sinnum meiri en á tunglinu. Massi þessa sama manns er alltaf 79 kg, sama hva...
Hvað er röst?
Rastir myndast þegar þungir sjávarfallastraumar mæta grynningum. Sjólag verður erfitt eða illfært í röstum einkum þegar vindalda er mikil og á móti straumnum. Hér við land er Reykjanesröstin, Húllið, vel þekkt en hún er milli Eldeyjar og Reykjaness. Á minni skipum getur þurft að sæta sjávarföllum til að kom...
Hvað geturðu sagt mér um Satúrnus?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvenær fannst Satúrnus og af hverju heitir hún Satúrnus? (Fríða Guðrún f. 1989)Hver er eðlismassi Satúrnusar og hvað er hann þungur? (Fríða Guðrún f. 1989)Hvernig er Satúrnus frábrugðin hinum reikistjörnunum? (Harpa Gunnarsdóttir)Hvernig er lofthjúpur Satúrnusar? (S...
Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?
Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér: Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin? Ég las ei...
Hvaða viðbætur við botnskriðskenninguna komu með flekakenningunni?
Í stuttu máli Samkvæmt botnskriðskenningunni[1] gliðnar hafsbotnsskorpan um miðhafshryggi, skorpuna rekur frá hryggnum til beggja átta, basaltbráð fyllir jafnóðum upp í sprunguna. Við kólnun tekur bergið á sig segulstefnu ríkjandi segulsviðs sem gerir kleift að aldursgreina hafsbotninn og meta hraða gliðnunar. ...
Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?
Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis...
Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?
Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...
Af hverju eru flekar á jörðinni?
Sennilegt er að einhvern tíma í árdaga hafi jörðin verið meira eða minna bráðin. En snemma myndaðist fast skurn á hinum glóandi hnetti vegna varmageislunar frá yfirborði. Að öðru jöfnu hefði jörðin átt að kólna smám saman og jarðskorpan að þykkna, og á 19. öld reiknaði eðlisfræðingurinn Kelvin lávarður út að 40 ti...