Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er röst?

Jón Ólafsson

Rastir myndast þegar þungir sjávarfallastraumar mæta grynningum. Sjólag verður erfitt eða illfært í röstum einkum þegar vindalda er mikil og á móti straumnum.

Hér við land er Reykjanesröstin, Húllið, vel þekkt en hún er milli Eldeyjar og Reykjaness. Á minni skipum getur þurft að sæta sjávarföllum til að komast fyrir Reykjanes í vondum veðrum og stórum skipum er jafnvel ráðlagt að sigla fyrir nesið talsvert sunnar eða utan Fuglaskerja. Rastir eru einnig út af Látrabjargi og Langanesi.



Reykjanesröstin er á milli Reykjaness og Eldeyjar (sem hér sést í bakgrunni). Þó sjór sé lygn á þessari mynd getur verið varasamt að sigla á milli lands og eyjar í vondum veðrum.

Hvammsfjarðarröst er í sundunum við Steinaklett í mynni fjarðarins. Hún er mjög sterk því sjávarfallamismunur í firðinum er um 1 m við smástreymi en 2,5 m við stórstreymi og mikið magn sjávar ryðst því inn og út úr firðinum með sjávarföllum. Áætlaður hámarksstraumhraði í miðju sundinu er um 15 km/klst í smástraumi og um 35 km/klst í stórstraumi. Rætt hefur verið um að beisla þarna orku sjávarfallanna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor emeritus í haffræði við HÍ

Útgáfudagur

3.12.2008

Spyrjandi

Brynjar Bragason, f. 1995

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Hvað er röst?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=25981.

Jón Ólafsson. (2008, 3. desember). Hvað er röst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=25981

Jón Ólafsson. „Hvað er röst?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=25981>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er röst?
Rastir myndast þegar þungir sjávarfallastraumar mæta grynningum. Sjólag verður erfitt eða illfært í röstum einkum þegar vindalda er mikil og á móti straumnum.

Hér við land er Reykjanesröstin, Húllið, vel þekkt en hún er milli Eldeyjar og Reykjaness. Á minni skipum getur þurft að sæta sjávarföllum til að komast fyrir Reykjanes í vondum veðrum og stórum skipum er jafnvel ráðlagt að sigla fyrir nesið talsvert sunnar eða utan Fuglaskerja. Rastir eru einnig út af Látrabjargi og Langanesi.



Reykjanesröstin er á milli Reykjaness og Eldeyjar (sem hér sést í bakgrunni). Þó sjór sé lygn á þessari mynd getur verið varasamt að sigla á milli lands og eyjar í vondum veðrum.

Hvammsfjarðarröst er í sundunum við Steinaklett í mynni fjarðarins. Hún er mjög sterk því sjávarfallamismunur í firðinum er um 1 m við smástreymi en 2,5 m við stórstreymi og mikið magn sjávar ryðst því inn og út úr firðinum með sjávarföllum. Áætlaður hámarksstraumhraði í miðju sundinu er um 15 km/klst í smástraumi og um 35 km/klst í stórstraumi. Rætt hefur verið um að beisla þarna orku sjávarfallanna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...