Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þyngd 79 kg manns á tunglinu er um 128 njúton (N) sem er um það bil sú sama og þyngd 13 kg hlutar á jörðinni. Maður sem stendur á tunglinu er því léttari en þegar hann stendur á jörðinni. Þyngd 79 kg manns á jörðinni er 774 N eða um 6 sinnum meiri en á tunglinu.
Massi þessa sama manns er alltaf 79 kg, sama hvar hann er staddur.
Mikill munur er á massa, sem er mældur í kílógrömmum (kg), og þyngd, sem er mæld í njútonum (N), en hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?
Þyngd hlutar á einhverjum hnetti fer eftir massa viðkomandi hnattar og einnig eftir því hvað hluturinn er langt frá miðju hnattarins. Til að finna hlutfallslega þyngd hlutar á öðrum hnöttum sólkerfisins (bæði reikistjörnum og dvergplánetum) miðað við þyngd hans á jörðinni er hægt að notast við eftirfarandi töflu:
Hnöttur
Margföldunarstuðull
Merkúríus
0,38
Venus
0,91
jörðin
1
tunglið
0,17
Mars
0,38
Ceres
0,03
Júpíter
2,53
Satúrnus
0,92
Úranus
0,89
Neptúnus
1,14
Plútó
0,06
Eris
0,08
Hlutur er því tæplega þrisvar sinnum þyngri á jörðinni heldur en á Mars eða Merkúríusi. Hlutur er því einnig um 17 sinnum léttari á Plútó heldur en á jörðinni.
BUA. „Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27946.
BUA. (2008, 29. maí). Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27946
BUA. „Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27946>.