Þetta hefur, ásamt miðsóknarkrafti við yfirborð jarðar, í för með sér að þyngdarhröðun á jörðinni er mismikil eftir breiddargráðum. Þyngdarhröðunin er minnst við pólana (9,79 m/s2 = 0,997 g) en mest við miðbaug (9,83 m/s2 = 1,002 g). Það þýðir að þú ert 0,5% léttari á pólsvæðum jarðar en við miðbaug, vegna þess að jörðin togar með örlítið meiri krafti í þig. Þessi munur mundi koma fram ef þú hefðir með þér fjaðurvog á báða staðina, en hins vegar ekki ef þú mundir nota vog með lóðum, því að þyngd þeirra breytist eins og þyngd þín. Meðalþyngdarhröðun jarðar er 9,81 m/s2. Á Íslandi er þyngdarhröðunin um 9,82 m/s2 Mynd:
- Educational Writeups by sssalvi: The Size and Shape of Earth. (Sótt 12. 2. 2013).
Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um jörðina á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi.