Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er jörðin með möndulhalla?

Sigurður Steinþórsson

Möndulhalli reikistjarna sólkerfisins er mjög mismunandi, allt upp í 90°, og sömuleiðis er möndulsnúningur þeirra ekki allra í sömu áttina. Hins vegar ferðast þær allar í sömu átt kringum sólina.

Allt er þetta rakið til myndunar sólkerfisins fyrir 4.600 milljónum ára, þegar reikistjörnurnar og sólin voru að þéttast úr dreifðri efnisþoku, með þvermál langt út fyrir braut Plútós. Þoka þessi var disklaga og snerist um sjálfa sig; massamiðja hennar var í miðjunni, þar sem sólin varð til, en utar í skýinu mynduðust smærri massamiðjur - líkir hringiðum í straumvatni - sem drógu að sér efni, og því meir sem þeir urðu massameiri vegna þeirrar efnissöfnunar. Smám saman sópuðu sólin og reikistjörnurnar upp því gasi og "loftsteinarusli" sem var á sveimi um rúmið, uns mestur hluti efnisins (yfir 99%) hafði safnast saman í sólinni, en afgangurinn á vel-skilgreindum brautum kringum hana.

Þessir atburðir urðu að langmestu leyti á tiltölulega skömmu myndunarskeiði sólkerfisins, eins og loftsteinagígarnir á tunglinu sýna: Þeir eru flestir mjög gamlir, frá þeim tíma er sólkerfið var ennþá "fullt af loftsteinarusli". Meðan reikistjörnurnar voru að vaxa féllu á þær smáir loftsteinar og stórir - jafnvel jafnstórir og hinir vaxandi hnettir á þeim tíma - sem þá breyttu möndulhalla þeirra eða möndulsnúningi með tilviljanakenndum hætti.

Hefðu reikistjörnurnar safnast saman úr tiltölulega fíngerðu efni, væri möndull þeirra allra sennilega hornréttur á sléttu (plane) sólkerfisins (0° möndulhalli) og snúningur þeirra um möndul sinn hinn sami (eins og hringiða í vatni). Frávikunum ollu tilviljanakenndir árekstrar hinna vaxandi reikistjarna við stóra loftsteina. Umferðarbraut reikistjarnanna kringum sólina er hins vegar arfleifð frá snúningi frumþokunnar.

Meira um myndun sólkerfisins má lesa í svari Tryggva Þorgeirssonar Hvernig varð jörðin til?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

15.5.2001

Spyrjandi

Jóhannes Sigurðsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er jörðin með möndulhalla?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1605.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 15. maí). Hvers vegna er jörðin með möndulhalla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1605

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er jörðin með möndulhalla?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1605>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er jörðin með möndulhalla?
Möndulhalli reikistjarna sólkerfisins er mjög mismunandi, allt upp í 90°, og sömuleiðis er möndulsnúningur þeirra ekki allra í sömu áttina. Hins vegar ferðast þær allar í sömu átt kringum sólina.

Allt er þetta rakið til myndunar sólkerfisins fyrir 4.600 milljónum ára, þegar reikistjörnurnar og sólin voru að þéttast úr dreifðri efnisþoku, með þvermál langt út fyrir braut Plútós. Þoka þessi var disklaga og snerist um sjálfa sig; massamiðja hennar var í miðjunni, þar sem sólin varð til, en utar í skýinu mynduðust smærri massamiðjur - líkir hringiðum í straumvatni - sem drógu að sér efni, og því meir sem þeir urðu massameiri vegna þeirrar efnissöfnunar. Smám saman sópuðu sólin og reikistjörnurnar upp því gasi og "loftsteinarusli" sem var á sveimi um rúmið, uns mestur hluti efnisins (yfir 99%) hafði safnast saman í sólinni, en afgangurinn á vel-skilgreindum brautum kringum hana.

Þessir atburðir urðu að langmestu leyti á tiltölulega skömmu myndunarskeiði sólkerfisins, eins og loftsteinagígarnir á tunglinu sýna: Þeir eru flestir mjög gamlir, frá þeim tíma er sólkerfið var ennþá "fullt af loftsteinarusli". Meðan reikistjörnurnar voru að vaxa féllu á þær smáir loftsteinar og stórir - jafnvel jafnstórir og hinir vaxandi hnettir á þeim tíma - sem þá breyttu möndulhalla þeirra eða möndulsnúningi með tilviljanakenndum hætti.

Hefðu reikistjörnurnar safnast saman úr tiltölulega fíngerðu efni, væri möndull þeirra allra sennilega hornréttur á sléttu (plane) sólkerfisins (0° möndulhalli) og snúningur þeirra um möndul sinn hinn sami (eins og hringiða í vatni). Frávikunum ollu tilviljanakenndir árekstrar hinna vaxandi reikistjarna við stóra loftsteina. Umferðarbraut reikistjarnanna kringum sólina er hins vegar arfleifð frá snúningi frumþokunnar.

Meira um myndun sólkerfisins má lesa í svari Tryggva Þorgeirssonar Hvernig varð jörðin til?...