Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1094 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef kveikt er á eldspýtu á Venusi, brennur andrúmsloftið þá upp?

Svarið er nei. Það er ekki hægt að kveikja á eldspýtu á reikistjörnunni Venusi þar sem lofthjúpur hennar inniheldur ekkert súrefni sem eldurinn þyrfti til ad nærast á. Andrúmsloft Venusar inniheldur að langmestu leyti (96,5%) koldíoxíð sem kæfir eld. Eldur getur þar af leiðandi ekki brunnið á Venusi. Frekar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?

Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Snjóar á Mars?

Ský hafa verið þekkt á Mars í marga áratugi enda er hægt að greina þau frá jörðinni. Á Mars eru ský allt árið um kring en það var þó ekki fyrr árið 2008 sem það uppgötvaðist að það snjóar á Mars. Uppgötvunina gerði Phoenix-geimfarið. Mynd af skýjum á Mars. Flest ský á Mars eru úr frosnu koltvíildi. Snjórinn sem ...

category-iconNæringarfræði

Er appelsínusafi óhollari en gos?

Hér verða bornir saman fjórir flokkar drykkja, 1) gosdrykkir og svaladrykkir, 2) ávaxtasafi, 3) svokallaður nektarsafi og 4) vatn. Gosdrykkir og svaladrykkir Til þessa flokks teljast allir sykraðir drykkir og sykurskertir drykkir en ekki hreinir ávaxtasafar. Gosdrykkir eru yfirleitt samsettir úr vatni ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Við hvaða hitastig frýs Mývatn?

Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk. Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu ...

category-iconEfnafræði

Hvaðan kemur saltið? Er það sama saltið og er í sjónum?

Saltið sem við notum í matinn okkar er það sama og er í sjónum. Efnafræðingar nefna venjulegt matarsalt natrínklóríð, natríumklóríð eða NaCl. Mestur hlutinn af seltu sjávar er matarsalt eða um 77 prósent. Saltið er í raun kristallar sem líkjast teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir þv...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?

Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr m...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?

Það er reyndar ekki svo að það kvikni í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana. Ef olían er hins vegar logandi þá gerir aðeins illt verra að hella vatni á eldinn til að reyna að slökkva hann. Við 150-270°C (eftir því hver olían er) geta olíurnar gefið frá sér reyk og kallast það á ensku smoke point. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...

category-iconEfnafræði

Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Nær maður að taka inn eitthvað af steinefnum eftir hálftíma bað í steinefnabættu vatni?

Húð landspendýra eins og mannsins virkar sem varnarmúr og kemur í veg fyrir að of mikið af vatni og lífsnauðsynlegum steinefnum tapist út í umhverfið. Húðin er samsett úr tveimur lögum; leðri (dermis) og yfirhúð (epidermis). Yfirhúðin er lagskipt en ysta lagið, hornlag (stratum corneum) er langsamlega þéttast og á...

category-iconTrúarbrögð

Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?

Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum? Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er át...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær fæddist og dó Claude Monet?

Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað getið þið sagt mér um drauginn Kampholtsmóra?

Kampholtsmóri hét upphaflega Skerflóðsmóri. Sagt er að nokkru eftir Skaftárelda hafi Eiríkur bóndi á Borg í Hraunshverfi á Eyrarbakka úthýst dreng nokkrum austan úr Skaftafellssýslu. Hann fannst svo drukknaður í tjörn þeirri skammt frá Borg sem heitir Skerflóð. Drengurinn fylgdi síðan Eiríki bónda og sonardætrum h...

Fleiri niðurstöður