Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni?Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það er því ekki háð reglubundnu eftirliti eins og neysluvatnið og því ekki ráðlagt að nota hitaveituvatn í matvæli. Tekin eru sýni reglulega úr neysluvatni og mælt hvort í þeim séu örverur eða efni sem eru hættuleg heilsu manna, sem er ekki gert við hitaveituvatnið. Sýnatakan og eftirlit er í höndum viðkomandi heilbrigðiseftirlits. Eftirlitið með neysluvatni er tvíþætt. Annars vegar reglubundin greining á örverulegum þáttum sem eru vísar á mengun og hins vegar heildarefnagreiningar til að greina ólífræn efni og tilbúin lífræn eiturefni. Tíðni sýnatöku fer eftir stærð vatnsveitunnar og eru þær tíðari fyrir örverur en heildarefnagreiningar.

Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það er því ekki háð reglubundnu eftirliti eins og neysluvatnið og því ekki ráðlagt að nota hitaveituvatn í matvæli.

Ekki er ráðlagt að nota hitaveituvatn í matseld nema að það sé viðurkennt af heilbrigðiseftirlitinu til manneldis. Suða á vatni drepur allar örverur en hefur engin áhrif á þungmálma sem gætu verið í hitaveituvatni.
- Gunnarsdottir, M.J., Gardarsson, S.M. and Olafsdottir, S. (2016). Íslenskt neysluvatn: yfirlit og staða gæða. Verktækni 22(1) 32-37. Sótt 30.03.20 af Issuu.
- Gunnarsdottir, M.J., Gardarsson, S.M., Jonsson, G.J. and Bartram J. (2016). Chemical Quality and Regulatory Compliance of Drinking Water in Iceland. Int. J. Hyg. Environ. Health. 219 (2016) 724-733.
- Kristmannsdóttir, H. (1994). Jarðhitavatn á Íslandi. Efnafræði og nýting til heilsubaða. OS-94002/JHD-01 B.
- Kristmannsdottir, H., Arnórsson, S., Sveinbjornsdottir, A. & Armannsson, H. (2010). Chemical Variety of Water in Icelandic Heating Systems. Proceedings World Geothermal Congress 2010.
- Reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001.
- WHO (2011). Guidelines for Drinking-Water quality, fourth ed. World Health Organization, Geneva. (Sótt 30.03.20)
- cracks full of boiling water | bekassine... | Flickr. (Sótt 30.03.2020). Myndin er birt undir leyfinu CC BY- SA 2.0.
- fl-s8 | Salvor | Flickr. (Sótt 9.04.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0. (Sótt 9.04.2020).