Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. (Matt 28:18-20)Þetta atriði greinir kristindóm frá gyðingdómi sem hann er upp runninn úr en gyðingar líta svo á að maður fæðist inn í trúna og gera lítið til að breiða hana út sem slíka. Þá ber að gæta þess að kristni var ríkistrú rómverska ríkisins og síðar drottnandi í Evrópu og loks í Norður-Ameríku. Í kjölfar evrópskrar og amerískrar útþenslustefnu hefur kristni því hlotið mikla útbreiðslu sem vart ber að líta á sem trúboð. Af því sem hér hefur verið sagt má ætla að einhverja kristna menn sé að finna í flestum þjóðlöndum heims þótt ef til vill sé þar ekki um innfædda að ræða. Helst má gera ráð fyrir að kristna menn sé ekki að finna í þeim löndum Asíu og Afríku þar sem íslam er ríkjandi trú og hafa verið í minnstum samskiptum við Vesturlönd. Formlegt kristniboð mun enda almennt vera óheimilt í múslimskum löndum.
Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?
Útgáfudagur
4.3.2004
Spyrjandi
Katrín Pálsdóttir, f. 1988
Tilvísun
Hjalti Hugason. „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2004, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4039.
Hjalti Hugason. (2004, 4. mars). Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4039
Hjalti Hugason. „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2004. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4039>.