Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Kampholtsmóri hét upphaflega Skerflóðsmóri. Sagt er að nokkru eftir Skaftárelda hafi Eiríkur bóndi á Borg í Hraunshverfi á Eyrarbakka úthýst dreng nokkrum austan úr Skaftafellssýslu. Hann fannst svo drukknaður í tjörn þeirri skammt frá Borg sem heitir Skerflóð. Drengurinn fylgdi síðan Eiríki bónda og sonardætrum hans, svo sem Þuríði formanni, en einkum Salgerði systur hennar sem bjó í Seli í Stokkseyrarhreppi. Þá nefndist hann Selsmóri og var öðru hverju í slagtogi við Móhúsaskottu.
Móri fluttist seinna með fólki af þessari ætt austur að Kampholti í Villingaholtshreppi í Flóa. Hann gerði oft vart við sig á undan bóndanum, meðal annars í Kaupfélagi Árnesinga, og var honum stundum hjálplegur.
Kampholtsmóri: Draugur með bíladellu.
Á síðari hluta 20. aldar varð Kampholtsmóri gripinn bíladellu, líklega fyrstur íslenskra drauga. Hann heldur sig einkum í nánd við Skeiðavegamótin á Suðurlandsvegi og tekur sér stundum far með bílum. Er öllum bílstjórum vissara að tala vinsamlega um hann. Ella á hann það til að skemma vélina eða hjólbarðana. Ótrúlega mörg óhöpp og bilanir þóttu verða á þessum slóðum og var ónærgætni bílstjóra eða farþega við Móra kennt um.
Eitt sinn tók Kampholtsmóri sér far með nágrannabónda upp í Biskupstungur. Þar var brúðkaupsveisla og um kvöldið var bóndi orðinn of drukkinn til að Móri þyrði með honum í jeppanum til baka. Hann varð því að bíða í nokkrar vikur uppi í Tungum þar til ferð féll niður í Flóa.
Frekara lesefni og mynd
Árni Björnsson. „Hvað getið þið sagt mér um drauginn Kampholtsmóra?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6526.
Árni Björnsson. (2007, 9. mars). Hvað getið þið sagt mér um drauginn Kampholtsmóra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6526
Árni Björnsson. „Hvað getið þið sagt mér um drauginn Kampholtsmóra?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6526>.