Snjórinn sem geimfarið nam átti upptök sín í skýjum sem voru í fjögurra kílómetra hæð yfir geimfarinu og hann féll ekki á yfirborð Mars heldur gufaði upp í loftinu á niðurleið. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (CO2), aðallega þau sem eru í háloftunum, en þó fyrirfinnast einnig ský úr frosnu vatni. Snjórinn úr þessum tilteknu skýjum, sem snjóuðu 2008, var samsettur úr vatni en ekki koltvíildi. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar? eftir Ögmund Jónsson
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar? eftir Þorstein Þorsteinsson
- Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars? eftir Sæmund Ragnarsson, Atla Einarsson og Jón Atla Tómasson
- Er vatn á tunglinu? Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni? eftir Sævar Helga Bragason
- NASA uppgötvar snjókomu á Mars - Skoðað 08.10.10
- NASA - samsetning snjókomunnar - Skoðað 07.11.10
- Mars Exploration Rovers. Sótt 15.11.2010.