Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk.

Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu við ofþornun. Til að forðast dauðdaga af völdum ofþornunar hafa þau þróað með sér lífeðlisfræðilegt eftirlitskerfi sem gefur merki þegar seltujafnvægi líkamans raskast. Við köllum þetta þorsta og bregðumst við honum með því að drekka.

Fiskar lifa eðlilega í allt öðru umhverfi en dýr á þurrlendi en sjálfsagt finna þeir líka til þorsta, þá aðallega fiskar í sjó. Blóð fiska sem lifa í sjó og söltu vatni hefur lægri saltstyrk en umhverfi þeirra. Þeir þurfa því stöðugt að berjast á móti því að tapa vatni úr líkamanum út í hið salta umhverfi. Til þess að viðhalda seltujafnvægi í líkamanum og koma í veg fyrir að „ofþorna“ þurfa þeir því að drekka líkt og dýr á landi. Þeir drekka sjó.

Fiskar í sjó eða söltu vatni þurfa að drekka sjó til þess að viðhalda saltjafnvægi í líkamanum. Ferskvatnsfiskar drekka hins vegar ekki heldur þurfa þeir að losa sig við umframvatn með þvagi.

Öfugt við fiska í sjó er styrkur salts í blóði ferskvatnsfiska hærri en saltstyrkurinn í umhverfi þeirra. Tálkn þeirra eru í sífelldri snertingu við ferskt vatn sem veldur því að þeir eiga stöðugt á hættu að blóðið þynnist út og röskun verði á saltjafnvægi þess. Þannig þurfa ferskvatnsfiskar ekki að drekka til að viðhalda ofangreindu jafnvægi en öflug nýrnastarfsemi stýrir þessu jafnvægi.

Þetta flæði vatns inn eða úr blóði fiskanna í gegnum tálknin gerist vegna osmósu. Til þess að skilja hana betur er ágætt að lesa svar Ágústs Kvaran við spurningunni Hvað er osmósa?. Í þessu samhengi er líka gott að lesa svar við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? eftir höfund þessa svars.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.5.2016

Spyrjandi

Vala Hrönn Pétursdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72199.

Jón Már Halldórsson. (2016, 19. maí). Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72199

Jón Már Halldórsson. „Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72199>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk.

Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu við ofþornun. Til að forðast dauðdaga af völdum ofþornunar hafa þau þróað með sér lífeðlisfræðilegt eftirlitskerfi sem gefur merki þegar seltujafnvægi líkamans raskast. Við köllum þetta þorsta og bregðumst við honum með því að drekka.

Fiskar lifa eðlilega í allt öðru umhverfi en dýr á þurrlendi en sjálfsagt finna þeir líka til þorsta, þá aðallega fiskar í sjó. Blóð fiska sem lifa í sjó og söltu vatni hefur lægri saltstyrk en umhverfi þeirra. Þeir þurfa því stöðugt að berjast á móti því að tapa vatni úr líkamanum út í hið salta umhverfi. Til þess að viðhalda seltujafnvægi í líkamanum og koma í veg fyrir að „ofþorna“ þurfa þeir því að drekka líkt og dýr á landi. Þeir drekka sjó.

Fiskar í sjó eða söltu vatni þurfa að drekka sjó til þess að viðhalda saltjafnvægi í líkamanum. Ferskvatnsfiskar drekka hins vegar ekki heldur þurfa þeir að losa sig við umframvatn með þvagi.

Öfugt við fiska í sjó er styrkur salts í blóði ferskvatnsfiska hærri en saltstyrkurinn í umhverfi þeirra. Tálkn þeirra eru í sífelldri snertingu við ferskt vatn sem veldur því að þeir eiga stöðugt á hættu að blóðið þynnist út og röskun verði á saltjafnvægi þess. Þannig þurfa ferskvatnsfiskar ekki að drekka til að viðhalda ofangreindu jafnvægi en öflug nýrnastarfsemi stýrir þessu jafnvægi.

Þetta flæði vatns inn eða úr blóði fiskanna í gegnum tálknin gerist vegna osmósu. Til þess að skilja hana betur er ágætt að lesa svar Ágústs Kvaran við spurningunni Hvað er osmósa?. Í þessu samhengi er líka gott að lesa svar við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? eftir höfund þessa svars.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

...