Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?

Emelía Eiríksdóttir

Það er reyndar ekki svo að það kvikni í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana. Ef olían er hins vegar logandi þá gerir aðeins illt verra að hella vatni á eldinn til að reyna að slökkva hann.

Við 150-270°C (eftir því hver olían er) geta olíurnar gefið frá sér reyk og kallast það á ensku smoke point. Hægt er að kveikja í olíunum með því að bera að þeim eld eða hita þær þar til kviknar sjálfkrafa í þeim; þetta ákveðna hitastig kallast kveikjumark (e. flash point, einnig eru notuð orðin íkveikjumark, blossamark eða logamark) og liggur kveikjumark matarolíu í kringum 320°C. Þegar hitagjafinn er tekinn burt frá matarolíu sem er við kveikjumark kulnar eldurinn. Þegar olían hefur náð 370°C hita er svokölluðu brunamarki (e. fire point) náð en það er það hitastig þar sem uppgufun olíunnar er nægileg til að viðhalda eldinum án utanaðkomandi hitagjafa, það eru nefnilega gufurnar sem brenna, ekki vökvinn sjálfur.

Þegar vatni er hellt á logandi olíu sekkur vatnið, því það er eðlisþyngra en olían. Vegna hitans í olíunni (sem er langt yfir suðumarki vatns) hvellsýður vatnið og vatnsdroparnir þeytast út í loftið og draga með sér hluta af brennandi olíunni. Þess vegna ætti aldrei að reyna að slökkva í olíueldi með vatni.

Olíur innihalda fitukeðjur sem eru samsettar úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O). Við bruna ganga efnin í olíunum í efnasamband við súrefni (O2) og breytast í margs konar minni keðjur.

Vatn gagnast vel til að slökkva eld í efnum sem geta blotnað, til dæmis tré, pappír og fötum. Vatnið sjálft brennur ekki, það er fulloxað og getur því ekki brunnið. Vatnið virkar því sem kæliefni á eldinn og eldsneytið auk þess sem það leggst yfir eldinn og hindrar þannig aðkomu súrefnis að eldinum en súrefni er ein af meginforsendum fyrir eldi.

Vatn og olía eru ólík efni. Vatn er skautað en olía ekki og því blandast þessi efni ekki. Þegar vatni er hellt á olíu sem logar byrjar vatnið á því að sökkva í olíunni því vatnið er eðlisþyngra. Vegna hitans í olíunni (sem er langt yfir suðumarki vatns) hvellsýður vatnið, vatnsdroparnir þeytast út í loftið og draga með sér hluta af brennandi olíunni. Við þetta breiðist loginn hratt út í allar áttir.

En hvernig er þá best að slökkva eld í olíu? Ef eldurinn er einungis í pottinum er hægt að setja pottlok yfir pottinn. Þetta getur hins vegar reynst erfitt ef mikill eldur logar. Þá er hægt að kæfa eldinn með því að leggja yfir hann eldvarnarteppi en góður siður er að hafa slíkt til taks í eldhúsinu. Ef eldvarnarteppi er ekki til staðar væri hægt að nota nógu stóran álpappír.

Ef eldurinn hefur breiðst út fyrir pottinn er hægt að nota slökkvitæki sem innihalda duft, kolsýru eða léttvatn við slökkvistarfið. Þessi slökkvitæki henta einnig ef eldurinn er einungis í pottinum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.5.2012

Síðast uppfært

28.7.2019

Spyrjandi

Hlynur Gíslason, f. 1993

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51753.

Emelía Eiríksdóttir. (2012, 22. maí). Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51753

Emelía Eiríksdóttir. „Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51753>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?
Það er reyndar ekki svo að það kvikni í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana. Ef olían er hins vegar logandi þá gerir aðeins illt verra að hella vatni á eldinn til að reyna að slökkva hann.

Við 150-270°C (eftir því hver olían er) geta olíurnar gefið frá sér reyk og kallast það á ensku smoke point. Hægt er að kveikja í olíunum með því að bera að þeim eld eða hita þær þar til kviknar sjálfkrafa í þeim; þetta ákveðna hitastig kallast kveikjumark (e. flash point, einnig eru notuð orðin íkveikjumark, blossamark eða logamark) og liggur kveikjumark matarolíu í kringum 320°C. Þegar hitagjafinn er tekinn burt frá matarolíu sem er við kveikjumark kulnar eldurinn. Þegar olían hefur náð 370°C hita er svokölluðu brunamarki (e. fire point) náð en það er það hitastig þar sem uppgufun olíunnar er nægileg til að viðhalda eldinum án utanaðkomandi hitagjafa, það eru nefnilega gufurnar sem brenna, ekki vökvinn sjálfur.

Þegar vatni er hellt á logandi olíu sekkur vatnið, því það er eðlisþyngra en olían. Vegna hitans í olíunni (sem er langt yfir suðumarki vatns) hvellsýður vatnið og vatnsdroparnir þeytast út í loftið og draga með sér hluta af brennandi olíunni. Þess vegna ætti aldrei að reyna að slökkva í olíueldi með vatni.

Olíur innihalda fitukeðjur sem eru samsettar úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O). Við bruna ganga efnin í olíunum í efnasamband við súrefni (O2) og breytast í margs konar minni keðjur.

Vatn gagnast vel til að slökkva eld í efnum sem geta blotnað, til dæmis tré, pappír og fötum. Vatnið sjálft brennur ekki, það er fulloxað og getur því ekki brunnið. Vatnið virkar því sem kæliefni á eldinn og eldsneytið auk þess sem það leggst yfir eldinn og hindrar þannig aðkomu súrefnis að eldinum en súrefni er ein af meginforsendum fyrir eldi.

Vatn og olía eru ólík efni. Vatn er skautað en olía ekki og því blandast þessi efni ekki. Þegar vatni er hellt á olíu sem logar byrjar vatnið á því að sökkva í olíunni því vatnið er eðlisþyngra. Vegna hitans í olíunni (sem er langt yfir suðumarki vatns) hvellsýður vatnið, vatnsdroparnir þeytast út í loftið og draga með sér hluta af brennandi olíunni. Við þetta breiðist loginn hratt út í allar áttir.

En hvernig er þá best að slökkva eld í olíu? Ef eldurinn er einungis í pottinum er hægt að setja pottlok yfir pottinn. Þetta getur hins vegar reynst erfitt ef mikill eldur logar. Þá er hægt að kæfa eldinn með því að leggja yfir hann eldvarnarteppi en góður siður er að hafa slíkt til taks í eldhúsinu. Ef eldvarnarteppi er ekki til staðar væri hægt að nota nógu stóran álpappír.

Ef eldurinn hefur breiðst út fyrir pottinn er hægt að nota slökkvitæki sem innihalda duft, kolsýru eða léttvatn við slökkvistarfið. Þessi slökkvitæki henta einnig ef eldurinn er einungis í pottinum.

Heimildir:

Mynd:...