Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 459 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata?

Sennilega hafa prímatar (lat. Primata) komið fyrst fram fyrir um 60 milljónum ára, nokkrum milljónum ára eftir að risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu. Þessir frumstæðu apar voru mjög smávaxnir og líkamsbygging þeirra minnti á íkorna nútímans. Lífshættir þeirra voru einnig svipaðir og hjá íkornum. Í ýmsu voru f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?

Svarta mamban (Dendroaspis polylepis) er eitraður snákur, sá næst lengsti sem til er. Fullorðin dýr geta orðið rúmlega 4 metra löng. Svartar mömbur geta verið mjög árásargjarnar og enginn snákur fer eins hratt yfir og þær. Þær geta skriðið á allt að 23 kílómetra hraða á klst! Reyndar eru svörtu mömburnar afar kjar...

category-iconHeimspeki

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....

category-iconTrúarbrögð

Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?

Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah. Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta letidýr?

Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið kviklæst?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað þýðir orðið kviklæst? Samanber: Hví er hurðin kviklæst? Lýsingarorðið kvikur hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘lifandi, fjörlegur, léttur í hreyfingum’. Þaðan er fenginn fyrri liðurinn kvik- í kviklæstur. Orðið virðist ekki mikið notað á prenti en sjálfri finns...

category-iconStærðfræði

Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?

Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesí...

category-iconHugvísindi

Hversu gömul varð Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdæla sögu?

Í Íslendingasögum kemur sjaldan fram nákvæmlega hversu gamlar persónurnar urðu enda er hið kristna tímatal ekki notað að ráði í þessari bókmenntagrein. Í Laxdæla sögu er þó sagt að Snorri goði hafi orðið 67 ára og í Egils sögu kemur fram að Egill Skalla-Grímsson komst á níræðisaldur. En það er undantekning fremur ...

category-iconStærðfræði

Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?

Lítið er vitað um ævi Pýþagórasar en talið er að hann hafi fæðst um 570 f.Kr. á grísku eyjunni Samos og dáið einhvern tímann á tímabilinu 500 f.Kr. til 475 f.Kr. Engin verk Pýþagórasar eða lærisveina hans, Pýþagóringa, hafa varðveist og engar heimildir eru til um hvernig talnaritun þeir notuðu. Vitað er að Grik...

category-iconFornleifafræði

Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?

Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Af hvaða tegund er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?Hundar eru allir af sömu tegund eins og fram kemur í svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? og þess vegna er réttar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta úlfar?

Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?

Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu. Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mann...

category-iconÍþróttafræði

Af hverju er hlaupið rangsælis á hlaupabrautum?

Einfalda svarið við þeirri spurningu er að reglur Alþjóðafrjálsíþrótta-sambandsins kveða á um að svo eigi að gera. Áður en sú regla var sett voru hlaup ýmist hlaupin rangsælis eða réttsælis. Regla 163.1 segir að í göngu og hlaupum þar sem að minnsta kosti er beygt einu sinni skuli vinstri höndin vera innar. Hins v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju dó tasmaníutígurinn út?

Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus), líka kallaður tasmaníuúlfur, var stærsta ránpokadýr nútímans. Heimkynni hans voru á Papúa Nýju-Gíneu og meginlandi Ástralíu auk eyjunnar Tasmaníu sem tegundin er kennd við. Talið er að tasmaníutígurinn hafi verið horfinn af meginlandi Ástralíu fyrir um tvö þúsund áru...

Fleiri niðurstöður