Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta letidýr?

Jón Már Halldórsson

Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku.

Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti kemur að letidýr erum með mjög stóran maga, hafa afar hæga meltingu og þar að auki lifa bakteríur í maga letidýra einhvers konar samlífi með þeim og hjálpa til við að brjóta niður illmeltanleg laufblöðin.

Laufblöð eru helsta fæða letidýra. Bakteríur í maga letidýra hjálpa til við að brjóta niður illmeltanleg laufblöð sem letidýr éta.

Þótt laufblöð og aðrir grænir plöntuhlutar lauftrjáa séu fyrirferðamesta fæðan éta letidýr líka ávexti. Einnig eru skordýr á matseðli sumra tegunda, aðallega bjöllur sem lifa í trjánum, og jafnvel smá skriðdýr og fuglar þótt ekki sé það í miklu magni.

Letidýr dvelja lungann af sinni ævi í trjám. Það er helsta vörn þeirra fyrir árásum hvers kyns afræningja. Rannsóknir hafa sýnt að letidýr fara niður á skógarbotninn um það bil einu sinni á átta daga fresti. Það gera þau til að losa sig við saur. Á þessu ferðalagi niður á jörðina eru þau mjög berskjölduð fyrir afráni. Vitað er að jagúar (Panthera onca) veiðir stundum letidýr og ungviðið getur lent í klóm stórra arna. Einnig er þekkt að parduskötturinn (Leopardus pardalis) sé letidýrum skeinuhættur.

Mynd: MC Drei-Finger-Faultier.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 14. 12. 2015).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.2.2016

Spyrjandi

Vigdís María Geirsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta letidýr?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2016, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71049.

Jón Már Halldórsson. (2016, 15. febrúar). Hvað éta letidýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71049

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta letidýr?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2016. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71049>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta letidýr?
Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku.

Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti kemur að letidýr erum með mjög stóran maga, hafa afar hæga meltingu og þar að auki lifa bakteríur í maga letidýra einhvers konar samlífi með þeim og hjálpa til við að brjóta niður illmeltanleg laufblöðin.

Laufblöð eru helsta fæða letidýra. Bakteríur í maga letidýra hjálpa til við að brjóta niður illmeltanleg laufblöð sem letidýr éta.

Þótt laufblöð og aðrir grænir plöntuhlutar lauftrjáa séu fyrirferðamesta fæðan éta letidýr líka ávexti. Einnig eru skordýr á matseðli sumra tegunda, aðallega bjöllur sem lifa í trjánum, og jafnvel smá skriðdýr og fuglar þótt ekki sé það í miklu magni.

Letidýr dvelja lungann af sinni ævi í trjám. Það er helsta vörn þeirra fyrir árásum hvers kyns afræningja. Rannsóknir hafa sýnt að letidýr fara niður á skógarbotninn um það bil einu sinni á átta daga fresti. Það gera þau til að losa sig við saur. Á þessu ferðalagi niður á jörðina eru þau mjög berskjölduð fyrir afráni. Vitað er að jagúar (Panthera onca) veiðir stundum letidýr og ungviðið getur lent í klóm stórra arna. Einnig er þekkt að parduskötturinn (Leopardus pardalis) sé letidýrum skeinuhættur.

Mynd: MC Drei-Finger-Faultier.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 14. 12. 2015).

...