Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?

Sigurður Ægisson

Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah.

Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar en móðir hans var Batseba eða Batsúa, dóttir Elíams eða Ammíels, sem áður hafði verið eiginkona Úría, herforingja í liði Davíðs.

Salómon konungur. Málverk Simeon Solomon frá 1872 eða 1874.

Allt það helsta sem vitað er um lífsferil Salómons er að finna í Biblíunni, einkum Fyrri konungabók, 1.-11. kafla, og Síðari króníkubók, 1.-9. kafla.

Hann var þekktur fyrir lærdóm sinn og visku og þótti bera af öllum öðrum í því efni. Auk þess var hann skáld gott. Nokkrar bækur Gamla testamentisins eru honum eignaðar, Orðskviðirnir, Prédikarinn og Ljóðaljóðin, og Sálmur 72 og 127, auk fleiri verka utan þess. Einnig er hans getið í Kóraninum; skilur hann þar tungumál fugla og maura og hefur stjórn á vindinum, að eitthvað sé nefnt. Miklar sögur fara líka af auðævum hans.

Salómon lét reisa konungshöll í Jerúsalem og einnig musteri sem við hann er kennt. Eftir daga hans klofnaði Ísraelsríki í tvennt, í Suðurríkið (Ísrael, með Jeróbóam sem konung og Betel sem höfuðborg) og Norðurríkið (Júda, með Rehabeam sem konung og Jerúsalem sem höfuðborg).

Salómon hefur verið yrkisefni manna í tæp 3000 ár og virðist ekkert lát á því. Ef horft er til síðustu alda þá samdi Georg Friedrich Händel meðal annars oratoríuna Solomon árið 1749, byggða á ævi hans, sir H. Rider Haggard gaf út bókina King Solomon's Mines (Námur Salómons konungs), árið 1885, sem kvikmynduð hefur verið nokkrum sinnum (að minnsta kosti 1937, 1950, 1985 og 2004), og í laginu „Wave of Sorrow“, með írsku rokkhljómsveitinni U2, eru þeir feðgar, Salómon og Davíð, undirliggjandi.

Mynd:

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

3.12.2007

Síðast uppfært

29.6.2018

Spyrjandi

Guðmundur Frímann Sverrisson
Jóhann Friðrik Unnsteinsson

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6938.

Sigurður Ægisson. (2007, 3. desember). Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6938

Sigurður Ægisson. „Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6938>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?
Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah.

Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar en móðir hans var Batseba eða Batsúa, dóttir Elíams eða Ammíels, sem áður hafði verið eiginkona Úría, herforingja í liði Davíðs.

Salómon konungur. Málverk Simeon Solomon frá 1872 eða 1874.

Allt það helsta sem vitað er um lífsferil Salómons er að finna í Biblíunni, einkum Fyrri konungabók, 1.-11. kafla, og Síðari króníkubók, 1.-9. kafla.

Hann var þekktur fyrir lærdóm sinn og visku og þótti bera af öllum öðrum í því efni. Auk þess var hann skáld gott. Nokkrar bækur Gamla testamentisins eru honum eignaðar, Orðskviðirnir, Prédikarinn og Ljóðaljóðin, og Sálmur 72 og 127, auk fleiri verka utan þess. Einnig er hans getið í Kóraninum; skilur hann þar tungumál fugla og maura og hefur stjórn á vindinum, að eitthvað sé nefnt. Miklar sögur fara líka af auðævum hans.

Salómon lét reisa konungshöll í Jerúsalem og einnig musteri sem við hann er kennt. Eftir daga hans klofnaði Ísraelsríki í tvennt, í Suðurríkið (Ísrael, með Jeróbóam sem konung og Betel sem höfuðborg) og Norðurríkið (Júda, með Rehabeam sem konung og Jerúsalem sem höfuðborg).

Salómon hefur verið yrkisefni manna í tæp 3000 ár og virðist ekkert lát á því. Ef horft er til síðustu alda þá samdi Georg Friedrich Händel meðal annars oratoríuna Solomon árið 1749, byggða á ævi hans, sir H. Rider Haggard gaf út bókina King Solomon's Mines (Námur Salómons konungs), árið 1885, sem kvikmynduð hefur verið nokkrum sinnum (að minnsta kosti 1937, 1950, 1985 og 2004), og í laginu „Wave of Sorrow“, með írsku rokkhljómsveitinni U2, eru þeir feðgar, Salómon og Davíð, undirliggjandi.

Mynd:...